Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, og Axel Bóasson úr GK, eru báðir úr leik á Barclays mótinu sem fram fer í Kenía í Afríku.
Mótið var jafnframt fyrsta mót tímabilsins á næst sterkustu mótaröð Evrópu í karlaflokki, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour).
Íslensku kylfingarnir léku báðir fyrstu tvo hringina á +2 samtals og voru þeir einu höggi frá því að komast áfram.
Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu. Birgir Leifur sigraði á einu móti í fyrra á þessari mótaröð og var það jafnframt fyrsti sigur hjá íslenskum kylfingi á mótaröð í næst efsta styrkleikaflokki atvinnukylfinga.
Mótið fer fram á Muthaiga vellinum dagana 22. – 25. mars.
Axel er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni eftir frábæran árangur á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á síðasta ári. Hann fær takmarkaðan fjölda móta á þessu tímabili á meðan Birgir Leifur er með keppnisrétt á öllum mótum tímabilsins.
Axel varð stigameistari á Nordic Tour og tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni 2018.