Bjarki fagnaði sigri á háskólamóti í Bandaríkjunum

Bjarki Pétursson, GB, slær hér á 1. teig á Jaðarsvelli. Mynd/seth@golf.is

Bjarki Pétursson, sigraði í einstaklingskeppninni á Boilermaker Invitational háskólamótinu í Bandaríkjunum. Skólalið Bjarka og Gísla Sveinbergssonar, Kent State, stóð uppi sem sigurvegari í liðakeppninni á þessu móti.

Bjarki lék hringina þrjá á -4 samtals og var einu höggi betri en liðsfélagi hans hjá Kent State, Josh Whalen. Þetta er annar sigur Bjarka á háskólamóti á ferlinum. Gísli endaði í 13. sæti í einstaklingskeppninni en hann lék á +3 yfir pari á 54 holum.

 

 

(Visited 238 times, 1 visits today)