Þrír íslenskir kylfingar verða á meðal keppenda á Italian Challenge mótinu sem fram fer á
Margara Golf Club við Fubine dagana 22.-25. júlí. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næst sterkasta mótaröð fyrir atvinnukylfinga í karlaflokki í Evrópu.
Íslendingarnir eru Bjarki Pétursson, GKG, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem eru báðir úr GR.
Skor, rástímar og ýmislegt annað er að finna hér:
Staðan hjá íslensku keppendunum eftir 1. keppnisdag.



Mótið er það 9. á tímabilinu hjá Guðmundi Ágústi. Hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fjórum af alls fimm síðustu mótum sínum – og hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurinn á aðeins einu móti. Hann er í 94. sæti á stigalista mótaraðarinnar.
Bjarki, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, er að leika á sínu 2. móti á tímabilinu en hann endaði í 104. sæti í síðustu viku eftir að hafa leikið á 71 og 73 höggum.
Haraldur Franklín er að leika á sínu 10. móti á tímabilinu. Hann hefur komist í gegnum 3 mót og hann lék vel í síðustu viku þar sem hann endaði í 43. sæti á 5 höggum undir pari samtals.


