Auglýsing

Bjarki Pétursson, GKG, og Axel Bóasson, GK, eru á meðal keppenda á Aarhus Alliance mótinu sem fram fer á Lyngbygaard golfvellinum í Danmörku dagana 4.-6. október. Mótið er hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni

Aðeins 50 efstu á stigalista mótararaðarinnar eru með keppnisrétt á þessu móti. Í keppni atvinnukylfinganna er keppt með Stableford punktakeppnis fyrirkomulagi. Samhliða því fer fram liðakeppni með áhugakylfingum og styrktaraðilum mótaraðarinnar. Eftir 2. keppnisdag er niðurskurður þar sem að 30 efstu komast áfram á lokahringinn – en leiknar eru 54 holur eða þrír keppnishringir.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Nordic Golf League atvinnumótaröðinni er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour). Fimm efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Challenge Tour og þrír sigrar á þessu tímabili tryggja einnig keppnisrétt á Challenge Tour.

Axel hefur sigrað á einu móti á tímabilinu og er hann í 8. sæti á stigalistanum. Bjarki er í 34. sæti á stigalistanum.

Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ