/

Deildu:

Auglýsing

Bjarki Pétursson, GKB, og Gísli Sveinbergsson, GK, eru báðir úr leik á Evrópumóti einstaklinga sem fram fer í Austurríki.

Um er að ræða Evrópumeistaramót áhugakylfinga en keppt er á Diamond Country Club.

Bjarki lék á +11 samtals (68-81-76).

Gísli lék á +12 samtals (76-76-74)

Úrslit úr mótinu eru hér:

Bestu áhugakylfingar veraldar taka þátt á þessu móti en alls eru 144 keppendur.

Kylfingarnir koma ekki bara frá Evrópu. Bandaríkin, Japan, Ástralía, Suður-Afríka og Nýja-Sjáland eru m.a. með keppendur á þessu móti.

Mótið er því gríðarlega sterkt og allir 144 keppendurnir eru í sætum 288 eða ofar á heimslista áhugakylfinga.

Sigurvegarinn fær boð um að taka þátt á Opna breska meistaramótinu – sem fram fer á Royal Portrush á Norður-Írlandi.

Að loknum 3. hring verður niðurskurður og þá komast 60 efstu áfram á lokahringinn.

Úrslit úr mótinu eru hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ