Golfsamband Íslands

Bjarki Pétursson kjörin íþróttamaður Borgarfjarðar 2020

Atvinnukylfingurinn Bjarki Pétursson var nýverið kjörin íþróttamaður Borgarfjarðar. Bjarki, sem keppir fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, er með sterk tengsl við Borgarnes þar sem hann ólst upp og hóf golfferilinn.

Bjarki fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi 2020 í fyrsta sinn á ferlinum á nýju mótsmeti en þetta er í sjötta sinn sem hann er efstur í kjörinu á íþróttamanni Borgarfjarðar.

Myndband frá kjörinu má sjá hér

Í tilkynningu um kjörið kemur eftirfarandi fram um Bjarka:

Bjarki Pétursson er kylfingur úr Borgarnesi sem keppir fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Bjarki átti mjög gott ár þar sem hann varð Íslandsmeistari í golfi 2020. Þar setti hann mótsmet með lægsta skor á Íslandsmóti frá upphafi. Einnig varð Bjarki Íslandsmeistari í liðakeppni með Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Vega covid komst Bjarki ekki á öll þau mót sem fyrir huguð voru en hann náði að keppa á Nordic League mótaröðinni. Þar varð hann meðal 10- 30 bestu kylfinga. Bjarki hefur á síðustu árum stigið fram sem einn af allra bestu kylfingum Íslands gaman verður að fylgjast með honum á næstu árum.
<strong>Bjarki Pétursson með viðurkenninguna sem íþróttamaður Borgarfjarðar á gamla heimavellinum <strong><br><strong>Hamarsvelli í Borgarnesi <strong>

Exit mobile version