Auglýsing

Golfvellir landsins koma margir hverjir mjög seint undan vetri. Víða eru kalskemmdir, teigar, brautir og flatir illa farnar – og mikil bleyta á mörgum svæðum þar sem að klaki er enn að bráðna úr jarðveginum.

„Ég er að nálgast 30 ár í þessu fagi og ég hef aldrei séð svona ástand áður,“ segir Bjarni Hannesson yfirvallarstjóri hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

„Við sem eru í þessu fagi sem vallarstjórar tölum mikið saman og berum saman okkar bækur. Við erum allir að reyna okkar allra, allra besta, til að koma fólki í golf. Það gerist allt bara allt saman afskaplega hægt út af aðstæðunum sem mynduðust í vetur,“ segir Bjarni ennfremur.

Bjarni er menntaður sem iþróttavallayfirborðstæknifræðingur og í þessu myndbandi útskýrir hann í stuttu máli stöðuna sem er á fjölmörgum golfvöllum landsins.

Nánar í þessu viðtali hér fyrir neðan.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ