Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram í byrjun febrúar í íþróttamiðstöðinni hjá GKG og mættu um 50 félagsmenn á fundinn.
Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, hélt fyrirlestur á fundinum en Vésteinn stýrir einnig starfshópi á vegum mennta – og barnamálaráðuneytisins um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks.
Fjórir aðilar létu af stjórnarstörfum hjá PGA, þeir Hallsteinn Traustason, Guðjón G. Daníelsson, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Magnús Birgisson. Í þeirra stað voru kjörin: Andrea Ásgrímsdóttir, Íris Lorange Káradóttir, Margeir Vilhjálmsson og Þórður Rafn Gissurarson. Fyrir í stjórn voru Arnar Már Ólafsson, Grétar Eiríksson, Katrín Dögg Hilmarsdóttir og Björn Kristinn Björnsson – sem er nýr formaður samtakanna.