Tveir íslenskir kylfingar eru í baráttunni um efstu sætin á háskólamótum í Bandaríkjunum – en úrslitin ráðast í dag á þessum mótum.
Ragnhildur Kristinsdóttr sem er í Eastern Kentucky háskólanum keppir á Colonel Classic mótinu og er GR-ingurinn í öðru sæti fyrir lokahringinn en alls eru 81 keppendur sem taka þátt. Björn Óskar Guðjónsson sem er í Louisiana háskólanum, er einnig í öðru sæti á Craft Farms Intercollegiate mótinu þar sem 75 keppendur taka þátt. Birgir Björn Magnússon er einnig á meðal keppenda á þessu móti en hann leikur fyrir Southern Illinois háskólann.
Ragnhildur hefur leikið fyrstu tvo hringina á -4 samtals eða 140 höggum (68-72) og er hún fimm höggum á eftir Katie Hallinan úr Cincinnati háskólanum fyrir lokahringinn. Mótið hjá Ragnhildi fer fram hjá Arlington háskólanum á keppnisvelli sem er par 72 og 5400 metrar.
Björn Óskar hefur leikið fyrstu tvo hringina á -6 samtals eða 138 höggum (70-68). Hann er aðeins einu höggi á eftir efsta manni sem er David Perkins frá Illinois State háskólanum. Mótið fer fram á Craft Farm vellinum í Cotton Creek sem er par 72 og 6500 metrar.
Hér er hægt að fylgjast með skorinu í mótinu hjá Ragnhildi:
Hér er hægt að fylgjast með skorinu í mótinu hjá Birni og Birgi: