Golfsamtök fatlaðra á Íslandi í samstarfi við GSÍ, ÍF, GS og EDGA héldu í dag boðsmót fyrir kylfinga með fötlun í tengslum við Íslandsmótið í golfi 2024.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram en keppnin í dag fór fram á Hólmsvelli í Leiru og voru alls átta keppendur.
Mótið tókst vel. Keppendur voru ánægðir með daginn í góðu veðri á frábærum en krefjandi keppnisvelli sem var í fullum Íslandsmótsskrúða.
Keppt var í punktakeppni og einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor.
Úrslit í punktakeppni:
1. Einar Marteinn Bergþórsson, Golfklúbburinn Mostri 41 punktur
2. Elín Fanney Ólafsdóttir, Golfklúbburinn Keilir 36 punktar
3. Hilmar Snær Örvarsson, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 34 punktar
Hilmar Snær Örvarsson, GKG, lék á 73 höggum eða +2 og fékk hann verðlaun fyrir besta skor mótsins.
Smelltu hér fyrir úrslit mótsins:
Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu.
Markmið mótsins er að efla mótahald innanlands fyrir kylfinga með fötlun og auka á sýnileika starfsemi GSFÍ.
Samtökin hafa starfrækt reglubundnar æfingar í samstarfi við nokkra golfklúbba undanfarin ár og þekkja til kylfinga sem þar hafa sótt starfið.
Markmiðið er að mótið verðið haldið árlega þar sem fremstu leikmönnum landsins er boðin þátttaka.
Hér er hlekkur með ýmsum upplýsingum um golf fyrir kylfinga með fötlun.