Golfsamband Íslands

Böðvar, Helga, Eva og Markús sigruðu á Hlíðavelli á Unglingamótaröðinni

Fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ í unglingaflokki fór fram á Hlíðavell hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 26.-28. maí. Á Hlíðavelli var keppt í tveimur elstu aldursflokkunum, 17-21 árs og 15-16 ára. Fella þurfti niður 2. umferð í flokki 17-21 árs vegna veðurs og voru því leiknar 36 holur en ekki 54 holur.

Systkynin Helga Signý og Böðvar Bragi Pálsbörn, sem keppa fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, sigruðu í 17-21 árs flokknum eftir spennandi keppni. Elsa Maren Steinarsdóttir, frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, varð önnur í og Heiða Rakel Rafnsdóttir, frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, varð þriðja.

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, lék frábært golf á lokahringnum, 66 höggum eða -6, og bætti hann sig um heil 15 á milli hringja. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu í þessum aldursflokki.

Úrslit mótsins í heild sinni eru hér:

17-21 árs:

1. Helga Signý Sigurpálsdóttir, GR, 161 högg (83-78) (+17).
2. Elsa Maren Steinarsdóttir, GL, 162 högg (81-81) (+18).
3. Heiða Rakel Rafnsdóttir, GM, 163 högg (78-85) (+19).
4. Berglind Erla Baldursdóttir, GM, 164 högg (77-87) (+20).
5. Sara Kristinsdóttir, GM, 165 högg (86-79) (+21).

<strong>Frá vinstri Elsa Maren Steinarsdóttir Helga Signý Steinarsdóttir og Heiða Rake Rafnsdóttir MyndGM<strong>

17-21 árs:

1. Böðvar Bragi Pálsson, GR, 145 högg (71-74) (+1).
2. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, 147 högg (81-66) (+3).
3.-6. Veigar Heiðarsson, GA, 149 högg (78-71) (+5).
3.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, 149 högg (77-72) (+5).
3.-6. Jóhann Frank Halldórsson, GR, 149 högg (77-72) (+5).
3.-6. Svanberg Addi Stefánsson, GK, 149 högg (73-76) (+5).
7. Logi Sigurðsson, GS, 151 högg (76-75) (+7).
8. Sveinn Andri Sigurpálsson, GS, 152 högg (80-72) (+8).
9. Skúli Gunnar Ágústsson, GA, 153 högg (79-74) (+9).
10. Dagur Fannar Ólafsson, GR, 154 högg (7975) (+10).

<strong>Frá vinstri Veigar Heiðarsson Svanberg Addi Stefánsson Jóhann Frank Halldórsson Böðvar Bragi Pálsson og Gunnlaugur Árni Sveinsson MyndGM<strong>

Eva Kristinsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, og Markús Marelsson, Golfklúbbnum Keili, sigruðu í flokki 15-16 ára. Auður Bergrún Snorradóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, varð önnur og Pamela Ósk Hjaltadóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, varð þriðja.

Markús lék á einu höggi undir pari samtals sem er frábært skor. Guðjón Frans Halldórsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, varð annar, tveimur höggum á eftir, og Hjalti Jóhannsson, Golfklúbbnum Keili, varð þriðji.

15-16 ára:

1. Eva Kristinsdóttir, GM, 157 högg (80-77) (+13).
2. Auður Bergrún Snorradóttir, GM, 163 högg (84-79) (+19).
3. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, 164 högg (84-80) (+20).
4. Elísabet Ólafsdóttir, GKG, 169 högg (84-85) (+25).
5. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, 169 högg (83-86) (+25).

<strong>Frá vinstri Auður Bergrún Snorradóttir Eva Kristinsdóttir Pamela Ósk Hjaltadóttir Dagur Ebenezersson íþróttastjóri GM MyndGM<strong>

15-16 ára:

1. Markús Marelsson, GK, 143 högg (73-70) (-1).
2. Guðjón Frans Halldórsson, GKG, 145 högg (72-73) (+1).
3. Hjalti Jóhannsson, GK, 154 högg (77-77) (+10).
4.-5. Snorri Hjaltason, GKG, 160 högg (82-78) (+16).
4.-5. Gunnar Þór Heimisson, GKG, 160 högg (77-83) (+16).
6. Hafsteinn Þór Guðmundsson, GHD, 162 högg (85-77) (+18).
7. Ásþór Sigur Ragnarsson, GM, 164 högg (87-77) (+20).
8. Ragnar Orri Jónsson, GA, 166 högg (79-87) (+22).
9. Tryggvi Jónsson, GKG, 168 högg (87-81) (+24)
10.-11. Andri Erlingsson, GV, 171 högg (90-81) (+27).
10.-11. Guðlaugur Þór Þórðarson, GL, 171 högg (88-83) (+27).

<strong>Frá vinstri Hjalti Jóhannsson Markús Marelsson Guðjón Frans Halldórsson Dagur Ebenezersson íþróttastjóri GM MyndGM <strong>
Exit mobile version