/

Deildu:

golf.is
Auglýsing

Tölvunefnd GSÍ hefur tekið þá ákvörðun að láta innleiða nýja viðmótstækni „React“ fyrir hinn almenna félagsmann til að ná þeim markmiðum að Golf.is hafi nútímalegt viðmót, verði notendavænn og hraðvirkur.

Þetta þýðir að í smíðum er snjallvefur sem mismunar ekki skjástærð, og að hann virkar á öll viðtæki s.s. farsíma, tölvur og spjaldtölvur. Með snjallvef er verið að veita kylfingum þá þjónustu sem þeir sækjast eftir og þá upplifun sem þeir eiga skilið, óháð tæki.

Samkvæmt vefgreiningu fyrir árið 2017 þá er helmingur kylfinga að nota vefinn í gegnum farsíma eða spjaldtölvur.

Áætlað er að 1. útgáfa líti dagsins ljós í apríl. Í fyrstu verða mínar síður og rástímaskráning aðgengileg í þessari nýju tækni.

2. útgáfa kemur síðan í september/október þar sem mótaskrá, mótaraðir, klúbbasíður og um GSÍ verður komið í nýtt útlit.

Einnig hefur tölvunefndin tekið þá ákvörðun að auka sveigjanleika fyrir hinn almenna kylfing við að tilkynna og skrá hringi á
golf.is.

Tilkynna hring í stuttu máli:

  • Nú þegar kylfingur skráir sig á rástíma verður hringurinn tilkynntur og birtist á forgjafaryfirliti hans.
  • Kylfingurinn getur merkt við hvort að hann ætli að leika 9 eða 18 holur á vellinum.
  • Kylfingur getur nú skráð inn fyrri eða seinni 9 holurnar á 18 holu velli.
  • Kylfingur getur nú sjálfur breytt 9 holu skorkorti í 18 skorkort og öfugt, eins getur hann valið mismunandi teiga.
  • Kylfingur getur alltaf eytt út tilkynntum hringjum í forgjafaryfirliti.
  • Kylfingur getur alltaf skráð inn tölfræði á tilkynnta forgjafar- og æfingahringi.
  • Skráning á skorkorti er nú gerð í „Forgjafaryfirliti“ þar sem tilkynnti hringurinn er valinn (penninn).
  • Ef um æfingahring er að ræða þá þarf ekki að velja ritara þegar skorkortið er vistað.
  • Ef um forgjafarhing er að ræða þá hefur kylfingurinn hámark 3 daga frá því hringurinn var leikinn til að skrá skorið og velja ritara.
  • Ef tilkynntur hringur er eldri en 3 dagar þá er bara hægt að skrá hann sem æfingahring sem gildir ekki til forgjafar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ