Site icon Golfsamband Íslands

Breytingar á golf.is væntanlegar í apríl

golf.is

Tölvunefnd GSÍ hefur tekið þá ákvörðun að láta innleiða nýja viðmótstækni „React“ fyrir hinn almenna félagsmann til að ná þeim markmiðum að Golf.is hafi nútímalegt viðmót, verði notendavænn og hraðvirkur.

Þetta þýðir að í smíðum er snjallvefur sem mismunar ekki skjástærð, og að hann virkar á öll viðtæki s.s. farsíma, tölvur og spjaldtölvur. Með snjallvef er verið að veita kylfingum þá þjónustu sem þeir sækjast eftir og þá upplifun sem þeir eiga skilið, óháð tæki.

Samkvæmt vefgreiningu fyrir árið 2017 þá er helmingur kylfinga að nota vefinn í gegnum farsíma eða spjaldtölvur.

Áætlað er að 1. útgáfa líti dagsins ljós í apríl. Í fyrstu verða mínar síður og rástímaskráning aðgengileg í þessari nýju tækni.

2. útgáfa kemur síðan í september/október þar sem mótaskrá, mótaraðir, klúbbasíður og um GSÍ verður komið í nýtt útlit.

Einnig hefur tölvunefndin tekið þá ákvörðun að auka sveigjanleika fyrir hinn almenna kylfing við að tilkynna og skrá hringi á
golf.is.

Tilkynna hring í stuttu máli:

Exit mobile version