Frá vinstri: Embla Hrönn, Bryndís Eva og Lovísa Huld.
Auglýsing

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur á aldrinum 15-18 ára fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 16.-18. ágúst.

Í stúlknaflokki 15-16 ára sigraði Bryndís Eva Ágústsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar, Embla Hrönn Hallsdóttir, Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar varð önnur og Lovísa Huld Gunnarsdóttir, Golfklúbbnum Setberg varð þriðja.

1. Bryndís Eva Ágústsdóttir, Golfklúbbur Akureyrar, 222 högg (+9) (77-67-78).
2. Embla Hrönn Hallsdóttir, Golfklúbbur Kópavogs – og Garðbæjar 226 högg (+13) (75-76-75).
3. Lovísa Huld Gunnarsdóttir, Golfklúbbnum Setberg 237 högg (+24) (83-73-81).

Smelltu hér fyrir úrslit:

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu á gsimyndir.is

Frá vinstri: Embla Hrönn, Bryndís Eva og Lovísa Huld.

Alls voru 94 keppendur og komu þeir frá 14 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir voru frá GKG eða 21 alls, GM var með 16, GK 14 og GR 11.

Í piltaflokki komu keppendur frá 13 klúbbum og í stúlknaflokki voru keppendur frá 10 klúbbum. Tíu klúbbar voru með keppendur í bæði stúlkna – og piltaflokki.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar.

Klúbbur StúlkurPiltarSamtalsHlutfall af heild
1GKGGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar10112122.3%
2GMGolfklúbbur Mosfellsbæjar881617.0%
3GKGolfklúbburinn Keilir2121414.9%
4GRGolfklúbbur Reykjavíkur741111.7%
5GAGolfklúbbur Akureyrar3699.6%
6GLGolfklúbburinn Leynir, Akranes0555.3%
7GVGolfklúbbur Vestmannaeyja1344.3%
8NKNesklúbburinn0444.3%
9GOSGolfklúbbur Selfoss1233.2%
10GSSGolfklúbbur Skagafjarðar1122.1%
11GSGolfklúbbur Suðurnesja1122.1%
12GHRGolfklúbbur Hellu0111.1%
13GHDGolfklúbburinn Hamar Dalvík0111.1%
14GSEGolfklúbburinn Setberg1011.1%

Smelltu hér fyrir stigalista ársins 2024:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ