Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, héldu á dögunum sitt árlega meistaramót í golfi.
Keppnin fór fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness við frábærar aðstæður eins og sjá má á þessum myndum sem Jóhann Gunnar Kristinsson tók fyrir SÍGÍ.
Ólafsfirðingurinn Brynjar Sæmundsson stóð uppi sem sigurvegari og án efa verður gott kaffi í boði á skrifstofu GrasTec í tilefni meistaratitilsins.
Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi. Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis.













