Keilir opnaði stórglæsilega viðbót við núverandi æfingaaðstöðu í Hvalalauginni í Hraunkoti í lok nóvember s.l. Þar voru sett upp tvö FlightScope tæki sem nýtast gríðarlega vel til inniæfinga og einnig sem golfhermar. Tækið nemur 27 mismunandi upplýsingar þegar boltinn fer á loft og gefur sterkar vísbendingar um hvað betur mætti fara í sveiflu kylfinga.
Hægt er að leika fjölmarga golfvelli í golfhermunum hjá Keili en það tekur fjóra kylfinga um þrjá tíma að leika 18 holur. Verðskráin er með þeim hætti að á tímabilinu 12-16 á virkum dögum eru greiddar 3500 kr. fyrir klukkustundina og eftir kl. 16 og um helgar er verðið 4500 fyrir klst. Það fer vel um gestina í þessari aðstöðu því básarnir sem nýttir eru undir FlightScope tækin eru báðir um 50 m2.
Aðstaðan er opin fyrir alla kylfinga, jafnt Keilisfélaga og aðra félaga í golfklúbbum landsins.
Allar upplýsingar er að finna á keilir.is.