Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 1484/2021 sem hefði átt að falla úr gildi þann 12. janúar 2022 voru framlengdar um þrjár vikur.
Reglur sérsambanda gilda því óbreyttar áfram næstu þrjár vikurnar eða þar til annað kemur í ljós.
Helstu reglur er snerta íþróttahreyfinguna eru eftirfarandi:
Almennar fjöldatakmarkanir eru 20 manns.
Heimilaður fjöldi á íþróttaæfingum og keppnum barna og fullorðinna er 50 manns.
Allt að 200 manns geta verið í hverju hólfi í áhorfendastúkum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er m.a. fela í sér notkun hraðprófa.
Allt að 50 manns geta verið í hverju hólfi í áhorfendasvæðum þar sem hraðpróf eru ekki notuð en þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Sundstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði geta tekið á móti allt að 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta.
Reglur sem settar voru á þann 23. desember 2021 eru því enn í gildi eða þar til breyting verður á reglugerð nr. 1484/2021 frá 21. desember um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Æfingar og keppni eru heimilaðar með þeim takmörkunum sem reglur þessar setja.