Golfsamband Íslands

Dagbjartur keppir á Evrópumóti einstaklinga í Danmörku

Dagbjartur Sigurbrandsson. Mynd/seth@golf.is

Evrópumót einstaklinga í karlaflokki 2024, European Amateur Championship, hefst fimmtudaginn 26. júní og fer mótið fram á The Scandinavian (New Course) í Danmörku.

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tekur þátt og er hann eini íslenski keppandinn, en aðeins áhugakylfingar eru með keppnisrétt.

Alls eru 147 keppendur og er leikinn höggleikur, alls 72 holur á fjórum keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag og komast 96 kylfingar áfram á lokakeppnisdagana.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Mótið fór fyrst fram árið 1996. Á meðal sigurvegara mótsins má nefna Sergio Garcia frá Spáni, Norður-Írann Rory McIlroy og Nicolai Höjgaard frá Danmörku.

Screenshot 2024 06 25 at 12310 PM
Exit mobile version