GR-ingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson keppir um þessar mundir á sterku boðsmóti í Flórída í Bandaríkjunum.
Mótið heitir Terra Cotta Invitational fer það fram í Naples, Flórída dagana 28. apríl – 1. maí.
Eins og áður segir er mótið mjög sterkt en margir núverandi leikmenn á PGA mótaröðinni hafa tekið þátt á mótinu í gegnum tíðina.
Má þar nefna Justin Thomas, Sergio Garcia, Bryson DeChambeau og Brooks Koepka.
Dagbjartur, sem er fæddur árið 2002, stundar nám í Missouri háskólanum. Hann var ekki valinn í lið skólans fyrir næstu verkefni og tekur hann því þátt á þessu móti í Flórída.
Nánari upplýsingar um mótið – hér:


