Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, bæði úr GR, fögnuðu sigri á Síma-mótinu sem lauk í dag á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta var annað mót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu hjá GSÍ.
Þetta er annað mótið í röð þar sem Dagbjartur sigrar á Mótaröð þeirra bestu á þessu tímabili – en hann sigraði á Egils Gull-mótinu sem fram fór í Þorlákshöfn í maí. Var það jafnframt fyrsti sigur hans á Mótaröð þeirra en Dagbjartur er fæddur árið 2002.
Dagbjartur lék frábært golf á lokahringnum þegar mest á reyndi. Hann lék á 67 höggum eða -5 og sigraði hann með fjögurra högga mun á -6 samtals. Andri Þór Björnsson úr GR varð annar á -2 samtals og Kristófer Karl Karlsson úr GM varð þriðji.
Fimm efstu í karlaflokki:
1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-74-67) 210 högg (-6)
2. Andri Þór Björnsson, GR (70-73-71) 214 högg (-2)
3. Kristófer Karl Karlsson, GM (73-71-71) 215 högg (-1)
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-72-72) 216 högg (par)
5. Hákon Örn Magnússon, GR (72-74-72) 218 högg (+2)
Ragnhildur vann með töluverðum yfirburðum en hún lagði grunninn á fyrsta keppnisdeginum. Saga Traustadóttir úr GR varð önnur, átta höggum á eftir Ragnhildi, og Helga Kristín Einarsdóttir varð þriðja á +20 samtals.
Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ og Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótstjórn GM afhentu verðlaunin.


Fimm efstu í kvennaflokki:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (70-74-82) 226 högg (+10)
2. Saga Traustadóttir, GR (79-81-74) 234 högg (+18)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73- 82-81) 236 högg (+20)
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (77- 81-84) 242 högg (+26)
5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-89-78) 245 högg (+29)






Frá vinstri Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ Karen Björnsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Saga Traustadóttir og Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótstjórn MyndBjörgvin

Karen Björnsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Saga Traustadóttir MyndBjörgvin

Mótaröð þeirra bestu fór fram í annað sinn á þessu keppnistímabili þegar Síma-mótið var haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar Leiknar voru 54 holur á tveimur keppnisdögum, laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. júní.
Færri komust að í mótið en vildu. Alls komast 84 keppendur inn í mótið en keppt er í karla – og kvennaflokki.
Leiknar verða 54 holur á tveimur keppnisdögum, 36 holur á laugardeginum og 18 holur á sunnudeginum.
Niðurskurður verður eftir 36 holur og komast 70% keppenda áfram í karla – og kvennaflokki.
Hér fyrir neðan er linkur á beina myndbandsútsendingu frá Hlíðavelli.
https://www.facebook.com/golfmos/videos/652381931853240/
Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR og Heiðrún Anna Hlynsdóttir sigruðu á Egils Gull -mótinu sem fram fór á Þorlákshafnarvelli.
Stigalistann á Mótaröð þeirra bestu má sjá hér:
Keppendahópurinn er að venju mjög sterkur. Atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson úr GR er á meðal keppenda ásamt Gísla Sveinbergssyni úr Keili sem var að ljúka við háskólanám í vor.
Fyrrum Íslandsmeistarar eru keppendahópnum, Ólafur Björn Loftsson, GKG (2009), Kristján Þór Einarsson, GM (2008), og Úlfar Jónsson(GKG) sem hefur sex sinnum fagnað stóra titlinum.
Hæsta forgjöfin í karaflokki er 4,2 og sú lægsta -2,9. Meðalforgjöfin er 1,1 í karlaflokki. Í kvennaflokki er lægsta forgjöfin 8,3 og sú lægsta -1. Meðalforgjöfin er 2,99.
Keppendur koma frá alls 13 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Flestir frá GKG eða 21 og GR er með 20 keppendur. Sex klúbbar eru með keppendur í karla – og kvennaflokki.
Klúbbur | Karlar | Konur | |
GKG | 17 | 4 | 21 |
GR | 15 | 5 | 20 |
GM | 11 | 2 | 13 |
GK | 8 | 2 | 10 |
GA | 5 | 1 | 6 |
GS | 4 | 0 | 4 |
GOS | 2 | 1 | 3 |
GV | 2 | 0 | 2 |
GFH | 1 | 0 | 1 |
GKB | 1 | 0 | 1 |
GVG | 1 | 0 | 1 |
GVS | 1 | 0 | 1 |
NK | 1 | 0 | 1 |
69 | 15 | 84 |




Stigalistinn á Mótaröð þeirra bestu eftir 1. mótið af alls fimm.
Konur:
1 | Heiðrún Anna Hlynsdóttir | GOS | 1200.00 |
2 | Helga Kristín Einarsdóttir | GK | 750.00 |
3 | Hulda Clara Gestsdóttir | GKG | 750.00 |
4 | Saga Traustadóttir | GR | 540.00 |
5 | Andrea Ýr Ásmundsdóttir | GA | 480.00 |
6 | Ragnhildur Kristinsdóttir | GR | 432.00 |
7 | Eva María Gestsdóttir | GKG | 378.00 |
8 | Arna Rún Kristjánsdóttir | GM | 378.00 |
9 | Bjarney Ósk Harðardóttir | GKG | 312.00 |
10 | Eva Karen Björnsdóttir | GR | 312.00 |
11 | Anna Sólveig Snorradóttir | GK | 276.00 |
12 | Hafdís Alda Jóhannsdóttir | GK | 258.00 |
13 | Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir | GR | 240.00 |
14 | Ingunn Einarsdóttir | GKG | 222.00 |
15 | Ásdís Valtýsdóttir | GR | 204.00 |
Karlar:
1 | Dagbjartur Sigurbrandsson | GR | 1200.00 |
2 | Ragnar Már Ríkarðsson | GM | 750.00 |
3 | Sigurður Arnar Garðarsson | GKG | 750.00 |
4 | Ólafur Björn Loftsson | GKG | 540.00 |
5 | Hákon Örn Magnússon | GR | 456.00 |
6 | Axel Bóasson | GK | 456.00 |
7 | Daníel Ísak Steinarsson | GK | 396.00 |
8 | Aron Snær Júlíusson | GKG | 328.00 |
9 | Viktor Ingi Einarsson | GR | 328.00 |
10 | Jóhannes Guðmundsson | GR | 328.00 |
11 | Ragnar Már Garðarsson | GKG | 276.00 |
12 | Rúnar Arnórsson | GK | 249.00 |
13 | Kristófer Karl Karlsson | GM | 249.00 |
14 | Vikar Jónasson | GK | 206.00 |
15 | Hlynur Bergsson | GKG | 206.00 |
16 | Arnór Ingi Finnbjörnsson | GR | 206.00 |
17 | Björn Óskar Guðjónsson | GM | 174.00 |
18 | Sigurður Bjarki Blumenstein | GR | 174.00 |
19 | Guðmundur Arason | GR | 141.00 |
20 | Sigurþór Jónsson | GVG | 141.00 |
21 | Elvar Már Kristinsson | GR | 141.00 |
22 | Andri Már Óskarsson | GOS | 141.00 |
23 | Hákon Harðarson | – | 120.00 |
24 | Böðvar Bragi Pálsson | GR | 109.20 |
25 | Birgir Björn Magnússon | GK | 109.20 |
26 | Lárus Garðar Long | GV | 109.20 |
27 | Sverrir Haraldsson | GM | 93.60 |
28 | Jón Gunnarsson | GKG | 93.60 |
29 | Kristján Þór Einarsson | GM | 93.60 |
30 | Tumi Hrafn Kúld | GA | 93.60 |
31 | Aron Emil Gunnarsson | GOS | 93.60 |
32 | Sigmundur Einar Másson | GKG | 81.00 |
33 | Ingi Þór Ólafson | GM | 81.00 |
34 | Henning Darri Þórðarson | GK | 75.60 |
35 | Dagur Ebenezersson | GM | 72.00 |
36 | Aron Skúli Ingason | GM | 66.00 |
37 | Arnór Snær Guðmundsson | GM | 66.00 |
38 | Guðmundur Rúnar Hallgrímsson | GS | 66.00 |
39 | Haukur Már Ólafsson | GKG | 66.00 |
40 | Stefán Þór Bogason | GR | 58.80 |
41 | Theodór Emil Karlsson | GM | 58.80 |
42 | Finnur Gauti Vilhelmsson | GR | 54.00 |
43 | Pétur Sigurdór Pálsson | GOS | 54.00 |
44 | Dagur Fannar Ólafsson | GKG | 48.00 |
45 | Kjartan Óskar Karitasarson | NK | 48.00 |
46 | Rafn Stefán Rafnsson | GB | 48.00 |
47 | Pétur Þór Jaidee | GS | 43.20 |
48 | Sigurður Már Þórhallsson | GR | 40.80 |
49 | Hjalti Pálmason | GR | 38.40 |