Samsung-Unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli föstudaginn 14. september s.l. Þetta var í 14. skiptið sem Unglingaeinvígið er haldið, en mótið er á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Samsung-Unglingaeinvígið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þátttökurétt með góðum árangri á Íslandsbankamótaröð GSÍ auk þess sem klúbbmeisturum GM er boðin þátttaka.
Undankeppnin hófst kl. 12:30 en þar mættu til leiks 10 kylfingar í hverjum aldursflokki. Þrír keppendur úr hverjum aldursflokki komust síðan áfram í sjálft einvígið.
Mótið er leikið eftir svokölluðu shoot out fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn hefja leik og dettur einn leikmaður út á hverri holu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
GR-ingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson stóð uppi sem sigurvegari.
1. sæti – Dagbjartur Sigurbrandsson
2. sæti – Sverrir Haraldsson
3. sæti – Ísleifur Arnórsson
4. sæti – Sveinn Andri Sigurpálsson
5. sæti – Kristófer Karl Karlsson
6. sæti – Hulda Clara Gestsdóttir
7. sæti – Perla Sól Sigurbrandsdóttir
8. sæti – Aron Emil Gunnarsson
9. sæti – Ragnar Már Ríkarðsson
10. sæti – Bjarney Ósk Harðardóttir
Sigurvegarar mótsins frá upphafi eru:
2005 – Sveinn Ísleifsson
2006 – Guðni Fannar Carrico
2007 – Andri Þór Björnsson
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson
2009 – Andri Már Óskarsson
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir
2011 – Ragnar Már Garðarson
2012 – Aron Snær Júlíusson
2013 – Ingvar Andri Magnússon
2014 – Ingvar Andri Magnússon
2015 – Björn Óskar Guðjónsson
2016 – Henning Darri Þórðarson
2017 – Ragnar Már Ríkarðsson
2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson