Dagbjartur Sigurbrandsson, á teig í Póllandi. Mynd/ÞH.
Auglýsing

Íslenska karlalandsliðið í golfi tók þátt á úrtökumóti fyrir Áskorendamótaröðina, Challenge Tour, sem fram fór í dag á Rosa Golf Club í Póllandi.

Rúmlega 50 keppendur tóku þátt og gáfu 4 efstu sætin keppnisrétt á atvinnumótinu sem fram fer 29. ágúst – 1. september á sama velli í Póllandi.

Challenge Tour mótaröðin er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, lék frábært golf í dag en hann varð jafn í efsta sæti. Hann lék á 66 höggum eða -6. Dagbjartur fékk 7 fugla (-1) og einn skolla (+1). Íslensku leikmennirnir voru allir á meðal 15 efstu en lokastaðan er hér fyrir neðan.

Dagbjartur lék í bráðabana um sigurinn þar sem að Bandaríkjamaðurinn Matt Oshrine hafði betur.

Íslenska landsliðið hefur leik þriðjudaginn 9. júlí á Evrópumóti landsliða, næst efstu deild. Mótið fer fram í Póllandi. Alls eru 10 þjóðir sem taka þátt; Belgía, Króatía, Tékkland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Litháen, Pólland, Slóvakía og Slóvenía.

Smelltu hér fyrir lokastöðuna:

1. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 66 högg (-6).
7. sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 70 högg (-2).
10. sæti: Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 71 högg (-1).
10. sæti: Daníel Ísak Steinarsson, GK 71 högg (-1).
12. sæti: Logi Sigurðsson, GS 72 högg (par).
13. sæti: Aron Emil Gunnarsson, GOS 73 högg (+1).

Frá vinstri Tómas Aron Emil Þorsteinn Hallgrímsson aðili frá Rosa Golf Club Dagbjartur Gunnlaugur Árni Daníel Ísak og Logi

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ