/

Deildu:

Auglýsing

Golfþing í Reykjavík 22.-23. nóvember 2019

Stjórn golfklúbba, fulltrúar á golfþingi.

Þing Golfsambands Íslands verður haldið dagana 22.-23. nóvember 2019 eins og kynnt var í pósti til allra hlutaðeigandi þann 11. september sl. í fyrsta fundarboði en golfþingið fer fram í Laugardalshöll í Reykjavík.

Fyrirkomulag á þinghaldinu er að þingsetning verður á föstudeginum, þar sem þingtillögur verða kynntar og sendar til starfsnefnda. Nefndir munu starfa fram eftir föstudagskvöldi og stefnt er að því að ljúka nefndarstörfum þann daginn.

Stefnt er að því að halda pappír í algjöru lágmarki á þinginu og því eru þingfulltrúar hvattir til þess að mæta með fartölvur/spjaldtölvur á þingið til þess að komast í gögn þingsins.

Dagskrá golfþings

Staðsetning: Laugardalshöll 2.hæð 

Tímasetning: Föstudagur 22. nóvember

Kl. 16:00 Gengið til aðalfundarstarfa samkvæmt lögum GSÍ.


  1. Þingsetning
  2. Innganga nýrra golfklúbba
  3. Kosning í þriggja manna í kjörbréfanefnd 
  4. Kosning fyrsta og annars þingforseta
  5. Kosning fyrsta og annars þingritara
  6. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína
  7. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga GSÍ
  8. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.
  9. Skipað í starfsnefndir þingsins.
  10. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfstímabil, ásamt tillögum um félagagjöld.
  11. Lagðar fram lagabreytingar sem stjórninni hafa borist með löglegum fyrirvara.
  12. Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar
  13. Nefndir starfa fram eftir kvöldi.

Staðsetning: Laugardalshöll 2. hæð

Tímasetning: Laugardagur 23. nóvember

Kl. 9:00 Morgunverður 

Kl. 9.15 Niðurstöður viðhorfskönnunar Gallup kynntar

Kl. 10:00 Þingstörfum fram haldið samkvæmt dagskrá

  1. Nefndaálit og tillögur. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og framkomin mál.
  2. Önnur mál.

Kl. 12:30 Hádegisverður, Örfyrirlestur sem kynntur verður síðar

Kl. 13:30 Þingstörfum fram haldið samkvæmt dagskrá


  1. Álit kjörnefndar
  2. Kosning stjórnar sbr. 9. gr.
  3. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara
  4. Kosning þriggja manna og þriggja til vara í áfrýjunardómstól GSÍ. Kosning þriggja manna í dómstól GSÍ. Kosning þriggja manna og þriggja til vara í áhugamennskunefnd, aganefnd, dómaranefnd og forgjafar- og vallarmatsnefnd. 
  5. Kosning fimm manna í kjörnefnd, sbr. 6. mgr. 5. gr.
  6. Kosning fulltrúa og varafulltrúa GSÍ á Íþróttaþing ÍSÍ árið sem Íþróttaþing fer fram, skv. lögum ÍSÍ.
  7. Þingslit.

Boðið verður upp á léttar veitingar að þingi loknu.


Hlökkum til að sjá ykkur.
F.h. stjórnar GSÍ
Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ