Daníel Ísak og Kristófer Karl ofarlega á sterku unglingamóti

Daníel Ísak Steinarsson, GK, og Kristófer Karl Karlsson úr GM tóku þátt á sterku unglingamóti í Þýskalandi. German Junior golf, sem fram fór í Lübeck. Daníel varð fjórði á þessu móti og Kristófer endaði í 15. sæti. Frá þessu er greint á kylfingur.is.

Danúel Ísak lék hringina á + 3 samtals en á öðrum keppnisdegi mótsins náði hann einum besta hring allra keppenda eða 68 högg. Daníel lék samtals á 295 höggum (80-68-74-73).
Kristófer Karl lék samtals á + 19 eða 311 höggum (83-76-73-79).

Keppendur voru um 100 og sigurvegarinn David Lundgren frá Svíþjóð lék á -4 samtals.

 

(Visited 298 times, 1 visits today)