Auglýsing

Draumahöggið á Nesinu fer fram 5. september n.k. og er þetta í annað sinn sem þessi viðburður fer fram.

Þátttöku rétt eiga þeir einir sem fóru holu í höggi eftir 1. sept 2019 til 31. ágúst og eru réttilega skráðir hjá Einherjaklúbbnum. 137 hæfileikaríkum kylfingum sem allir hafa farið holu í höggi á þessu tímabili er boðið til leiks af Einherjaklúbburinn í samstarfi við GSÍ, Nesklúbbinn og styrktaraðila.

Kylfingar sem eiga rétt á þáttöku geta unnið Mercedes-Benz til eignar eða nælt sér í gjafabréf frá VITA, en allir sem mæta fá teiggjafir frá tryggingarfélaginu Verði.

Þáttakendur slá eitt högg á Nesvellinum á holu 2 og sá sem verður næstur holu vinnur gjafabréf frá VITA. Ef einhver nær að fara holu í höggi þá fær hann Mercedes-Benz bifreið að gjöf frá bílaumboðinu Öskju – sannkallað Draumahögg.

Nánar um Einherjaklúbbinn hér:

Á þessu COVID ári hafa aðeins 92 aðilar náð að fara holu í höggi sem eru nokkuð minna en á venjulegu ári þar sem ekki eru að koma detta inn Draumahögg í heitari löndum á vetrar og vormánuðum.  Á ári hverju ná um 140 kylfingar að slá draumahöggið. Einherjaklúbburinn heldur skrá yfir þessi atvik en þessir heppnu kylfingar verða sjálfkrafa meðlimir í þeim afrekshópi (eða heppnisklúbbi) með löglegri skráningu á atvikinu.

17. október 1967 stofnuðu áhugamenn sem allir höfðu farið holu í höggi félagsskapinn sem þeir kölluðu Einherja. Klúbburinn fagnar því á þessu ári að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi. Skráð draumahögg hjá Einherjaklúbbnum eru um 3.370 og ná allt aftur til 1939 þegar Halldór Hansen læknir sló fyrsta draumahöggið í sögu golfs á Íslandi á gamla GR vellinum þar sem Kringlan og önnur mannvirki eru nú.

Algengustu holurnar á ÍslandiFjöldi
Korpúlfsstaðir, hola 672
Urriðavöllur, hola 851
Urriðavöllur, hola 1549
Hvaleyrarvöllur, hola 445
Hvaleyrarvöllur, hola 645
Nesvöllur, hola 244
Grafarholtsvöllur, hola 643

Taflan hér að ofan sýnir þær golfholur sem hafa gefið kylfingum flest draumahögg. Vissulega eru þetta líka þeir golfvellir sem hvað mest eru spilaðir en væntingarnar ættu að vera í hámarki hjá kylfingum á þessum holum.

Einn kylfingur ber höfuð og herðar yfir aðra í keppninni um hver hefur farið oftast holu í höggi. Björgvin Þorsteinsson hefur löglega skráð 9 draumahögg á sínum ferli, en á hæla honum koma Sigurjón Rafn Gíslason 8 skipti, Björn Finnbjörnsson 7 skipti og Bert Hanson og Kjartan L. Pálsson með 6 högg skráð. 37 kylfingar hafa náð að fara 4 sinnum holu í höggi. 

Nánar um Einherjaklúbbinn hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ