Draumahöggið á Nesinu fer fram 5. september n.k. og er þetta í annað sinn sem þessi viðburður fer fram.
Þátttöku rétt eiga þeir einir sem fóru holu í höggi eftir 1. sept 2019 til 31. ágúst og eru réttilega skráðir hjá Einherjaklúbbnum. 137 hæfileikaríkum kylfingum sem allir hafa farið holu í höggi á þessu tímabili er boðið til leiks af Einherjaklúbburinn í samstarfi við GSÍ, Nesklúbbinn og styrktaraðila.
Kylfingar sem eiga rétt á þáttöku geta unnið Mercedes-Benz til eignar eða nælt sér í gjafabréf frá VITA, en allir sem mæta fá teiggjafir frá tryggingarfélaginu Verði.
Þáttakendur slá eitt högg á Nesvellinum á holu 2 og sá sem verður næstur holu vinnur gjafabréf frá VITA. Ef einhver nær að fara holu í höggi þá fær hann Mercedes-Benz bifreið að gjöf frá bílaumboðinu Öskju – sannkallað Draumahögg.
Nánar um Einherjaklúbbinn hér:
Á þessu COVID ári hafa aðeins 92 aðilar náð að fara holu í höggi sem eru nokkuð minna en á venjulegu ári þar sem ekki eru að koma detta inn Draumahögg í heitari löndum á vetrar og vormánuðum. Á ári hverju ná um 140 kylfingar að slá draumahöggið. Einherjaklúbburinn heldur skrá yfir þessi atvik en þessir heppnu kylfingar verða sjálfkrafa meðlimir í þeim afrekshópi (eða heppnisklúbbi) með löglegri skráningu á atvikinu.
17. október 1967 stofnuðu áhugamenn sem allir höfðu farið holu í höggi félagsskapinn sem þeir kölluðu Einherja. Klúbburinn fagnar því á þessu ári að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi. Skráð draumahögg hjá Einherjaklúbbnum eru um 3.370 og ná allt aftur til 1939 þegar Halldór Hansen læknir sló fyrsta draumahöggið í sögu golfs á Íslandi á gamla GR vellinum þar sem Kringlan og önnur mannvirki eru nú.
Algengustu holurnar á Íslandi | Fjöldi |
Korpúlfsstaðir, hola 6 | 72 |
Urriðavöllur, hola 8 | 51 |
Urriðavöllur, hola 15 | 49 |
Hvaleyrarvöllur, hola 4 | 45 |
Hvaleyrarvöllur, hola 6 | 45 |
Nesvöllur, hola 2 | 44 |
Grafarholtsvöllur, hola 6 | 43 |
Taflan hér að ofan sýnir þær golfholur sem hafa gefið kylfingum flest draumahögg. Vissulega eru þetta líka þeir golfvellir sem hvað mest eru spilaðir en væntingarnar ættu að vera í hámarki hjá kylfingum á þessum holum.
Einn kylfingur ber höfuð og herðar yfir aðra í keppninni um hver hefur farið oftast holu í höggi. Björgvin Þorsteinsson hefur löglega skráð 9 draumahögg á sínum ferli, en á hæla honum koma Sigurjón Rafn Gíslason 8 skipti, Björn Finnbjörnsson 7 skipti og Bert Hanson og Kjartan L. Pálsson með 6 högg skráð. 37 kylfingar hafa náð að fara 4 sinnum holu í höggi.