Golfsamband Íslands

Draumahöggið á Nesinu – Fórst þú holu í höggi á árinu 2022?

Fórst þú holu í höggi á árinu 2022?

Þeir kylfingar sem hafa farið holu í höggi á árinu og skráð afrekið hjá Einherjaklúbbnum eiga möguleika á því að vinna gjafabréf frá VITA og Mercedes-Benz bifreið.

10. september – Nesvöllur.

Skráning í Golfbox 28. ágúst – 8. september

Árlegt mót hjá Nesklúbbnum í samstarfi við Einherjaklúbbinn, Golfsamband Íslands, Öskju, VITA og Vörð.

Þeir kylfingar sem fóru holu í höggi á tímabilinu 1. september 2021 – 31. ágúst 2022 og hafa skráð afrekið hjá Einherjaklúbbnum eiga möguleika á því að vinna gjafabréf frá VITA eða jafnvel Mercedes-Bens bifreið frá ÖSKJU.

Þann 10. september 2022 geta þeir sem hafa skráð holu í höggi hjá Einherjaklúbbnum á tímabilinu 1. september 2021 – 31. ágúst 2022 mætt á Nesvöllinn. Þar munu allir allir fá eitt högg á braut 2 og sá sem er næstu holu vinnur gjafabréf frá VITA.

Fyrir holu í höggi í þessari einu tilraun fær viðkomandi Mercedes Benz bifreið til eignar*

Skráning hefst hér á golf.is sunnudaginn 28. ágúst kl. 08.00 og stendur til föstudagsins 9. september kl. 15.00.

Dagskráin er eftirfarandi:

Kl. 09.00 – 09.30: Mæting þátttakenda og skal tilkynna mætingu á skrifstofu klúbbsins, draga númer um hvar þeir verða í röðinni og fá afhenta teiggjöf frá tryggingafélaginu Verði.

ATH: Frítt verður fyrir þátttakendur mótsins á æfingasvæði Nesklúbbsins á milli kl. 09.00 og 09.30

Kl. 09.40: Keppendur boðnir velkomnir og mótsreglur útskýrðar

Kl. 09.50: Keppendur ganga út á 2. teig

Kl. 10.00: Fyrsti keppandi slær

Leikreglur verða útskýrðar nákvæmlega á staðnum en gott er fyrir þátttakendur að vita að:

Allir þátttakendur fá eitt högg óháð því hversu oft þeir hafa farið holu í höggi á árinu.
Verði tveir eða fleiri nákvæmlega jafn langt frá þegar að allir hafa lokið keppni þeir sem næst voru slá aftur til að úrskurða um sigurvegara.
Fari tveir eða fleiri holu í höggi munu þeir slá aftur til að úrskurða um sigurvegara og þ.m.t. hver fær Mercedes-Benz bifreið frá Öskju.
Nauðsynlegt er að hafa skráð afrekið hjá Einherjaklúbbnum til þess að hafa þátttökurétt í mótinu.
Það er frítt í mótið, þ.e. þátttökugjald er kr. 0
Hlökkum til að sjá ykkur á Nesvellinum þann 10. september

Exit mobile version