Auglýsing

Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr GOS og Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR fögnuðu sínum fyrsta sigri á ferlinum í dag á „Mótaröð þeirra bestu.“ Þau sigruðu á Egils Gullmótinu sem lauk í dag á Þorlákshafnarvelli.

Skorið var glæsilegt í báðum flokkum. Dagbjartur lék hringina þrjá á 8 höggum undir pari samtals og Heiðrún Anna var á -4 samtals.

Keppendahópurinn var sterkur á Egils Gull-mótinu. Á meðal keppenda voru margfaldir Íslandsmeistarar og atvinnukylfingar. Má þar nefna Ólaf Björn Loftsson (GKG) og Axel Bóasson (GK), sem er ríkjandi Íslandsmeistari.

Nánar hér fyrir neðan:

Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR sigraði í karlaflokki eftir harða baráttu við Sigurð Arnar Garðarsson úr GKG. Þeir voru jafnir fyrir lokaholuna þar sem að úrslitin réðust. Þetta er fyrsti sigur Dagbjarts á „Mótaröð þeirra bestu“ en hann er 16 ára gamall, fæddur árið 2002, líkt og Sigurður Arnar.

Lokastaðan í karlaflokki:

1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66-70) 205 högg (-8)
2.-3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (69-68-69) 206 högg (-7)
2.-3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-65-72) 206 högg (-7)
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69-70) 207 högg (-6)
5.-6. Axel Bóasson, GK (68-71-69) 208 högg (-5)
5.-6. Hákon Örn Magnússon, GR (66 -71-71) 208 högg (-5)

Frá vinstri: Sigurður Arnar Garðarsson (GKG); Dagbjartur Sigurbrandsson (GR),
Ragnar Már Ríkharðsson (GM) og Kristín Guðmundsdóttir úr stjórn GSÍ sem afhenti verðlaunin.

Hér er viðtal við Dagbjart sem tekið var eftir sigurinn í dag á Þorláksvelli á Egils Gull-mótinu.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss sigraði í kvennaflokki á Egils Gull-mótinu. Þetta er fyrsti sigur Heiðrúnar Önnu á Mótaröð þeirra bestu á ferlinum.

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG og Helga Kristín Einarsdóttir úr GK deildu 2. sætinu á pari vallar samtals.

Lokastaðan í kvennaflokki:

1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (70-72-67) 209 högg (-4)
2.-3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (71-69-73) 213 högg (par)
2.-3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-70-70) 213 högg (par)
4. Saga Traustadóttir, GR (68-76–72) 216 högg (+3)
5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (72-75-72) 219 högg (+6)

Frá vinstri: Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS), Helga Kristín Einarsdóttir (GK) og Kristín Guðmundsdóttir úr stjórn GSÍ sem afenti verðlaunin.


Smelltu hér til að sjá skor keppenda á Egils Gull – mótinu:

Fyrstu keppendur hófu leik kl. 6:30 laugardaginn 25. maí. Leiknar voru 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 holur á þeim síðari.

1. keppnisdagur:

Mikill áhugi er á mótinu hjá keppendum og komust færri að en vildu inn í mótið.

Í kvennaflokki voru miklar sviptingar á fyrsta keppnisdeginum. Hulda Clara Gestsdóttir, 17 ára kylfingur úr GKG, er efst á -2 samtals en hún er með tveggja högga forskot á Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur frá Golfklúbbi Selfoss. Þar á eftir koma Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Saga Traustadóttir, GR.

Staðan í kvennaflokki eftir 36 holur af alls 54:

Myndasyrpa frá Egils Gull-mótinu á gsimyndi.net:

Hulda Clara Gestsdóttir á 10. teig í dag. Mynd/seth@golf.is

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (71-69) 140 högg (-2)
2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (70-72) 142 högg (par)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-70) 143 högg (+1)
4. Saga Traustadóttir, GR (68-76) 144 högg (+2)
5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (72-75) 147 högg (+5)
6.-7. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (74-76) 150 högg (+8)
6.-7. Ingunn Einarsdóttir, GKG (75-75) 150 högg (+8)
8.-9 Eva Karen Björnsdóttir, GR (73-78) 151 högg (+9)
8.-9. Ásdís Valtýsdóttir, GR (77-74) 151 högg (+9)
10. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG (77-75) 152 högg (+10)

Í karlaflokki er Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG efstur á -8 en hann er fæddur árið 2002 líkt og Hulda Clara Gestsdóttir. Dagbjartur SIgurbrandsson úr GR er í öðru sæti en hann er einnig fæddur árið 2002. Viktor Ingi Einarsson er fæddur árið 2000 og er því á 19. ári. Þrefaldi Íslandsmeistarinn Axel Bóasson úr Keili er í 10. sæti á -3.

Skorið í karlaflokki var gríðarlega gott í dag enda aðstæðurnar frábærar. Alls léku 21 keppandi á pari vallar eða betur á 36 holum í dag.

Rúnar Arnórsson skemmti sér vel í dag ásamt Axel Bóassyni, Mynd/seth@golf.is

Myndasyrpa frá Egils Gull-mótinu á gsimyndi.net:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GK (69-65) 134 högg (-8)
2. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66) 135 högg (-7)
3. Viktor Ingi Einarsson, GR (70-66) 136 högg (-6)
4.-7. Ragnar Már Ríkharðsson, GM (69-68) 137 högg (-5)
4.-7. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (70-67) 137 högg (-5)
4.-7. Hákon Örn Magnússon, GR (66-71) 137 högg (-5)
4.-7. Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69) 137 högg (-5)
8. Aron Snær Júlíusson, GKG (70-68) 138 högg (-4)
9.-10. Ragnar Már Garðarsson, GKG (70-69) 139 högg (-3)
9.-10. Axel Bóasson, GK (68-71) 139 högg (-3)

Staðan í karlaflokki eftir 36 holur af alls 54:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ