Aron Snær Júlíusson úr GKG og Karen Guðnadóttir úr GS fögnuðu sigri á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Þetta var fyrsti sigur Arons á mótaröðinni og annar sigur Karenar í röð en hún er alls með tvo sigra á mótaröð þeirra bestu.
Keppt var GR-bikarinn í annað sinn í sögunni og fá þau Aron og Karen afhenta verðlaunagripina síðar í kvöld á lokahófi Eimskipsmótaraðarinnar.
Aron lék hringina þrjá á 204 höggum eða -9 samtals (67-70-67). Hann var tveimur höggum betri en Haraldur Franklín Magnús úr GR sem lék á -7 eða á 206 höggum (66-68-72). Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR varð þriðji á -6 (69-68-70).
Í kvennaflokki lék Karen á 224 höggum eða +11. Hún lék á pari á lokahringnum (77-76-71). Berglind Björnsdóttir, GR, varð önnur á 225 höggum eða +12 (74-78-73). Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK varð þriðja á 226 höggum eða +13 (72-78-76).
Mótið var jafnframt lokamótið á Eimskipsmótaröðinni tímabilið 2016-2017. Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu komast inn á þetta mót.
Vikar Jónasson úr GK og Berglind Björnsdóttir úr GR stóðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017. Þetta er í fyrsta sinn sem þau standa uppi sem stigameistara á mótaröð þeirra bestu. Vikar sigrað á tveimur mótum á tímabilinu og voru það jafnfram hans fyrstu sigrar á Eimskipsmótaröðinni. Vikar fékk alls 4.820 stig en Kristján Þór Einarsson úr GM varð annar með 4.230 stig og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG varð þriðji með 4.065 stig.
Lokastaðan í kvennaflokki:
Berglind fékk alls 5.700 stig en hún hafði nokkra yfirburði og var 1.100 stigum betri en Karen Guðnadóttir úr GS. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR, sem varð stigameistari í fyrra, varð þriðja með 4.000 stig.
2. dagur:
Haraldur Franklín Magnús heldur áfram að leika gríðarlega vel á heimavelli sínum en GR-ingurinn er á -8 eftir 36 holur. Hann lék á 68 höggum í dag og 66 höggum á fyrsta hringnum en par vallar er 71 högg. Guðmundur Ágúst Kristjánsson félagi hans úr GR er ekki langt á eftir eða á -5 samtals (69-68). Aron Snær Júlíusson úr GKG er á sama skori og deilir öðru sætinu fyrir lokahringinn, (67-70).
Í kvennaflokki er Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK efst en hún er aðeins einu höggi á undan Sögu Traustadóttur úr GR. Gunnhildur er á +8 í heildina og Saga, sem hefur titil að verja á þessu móti er á +9 samtals. GR-ingarnir Berglind Björnsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir eru á +10 samtals í þriðja sæti.
1. dagur:
Haraldur Franklín Magnús úr GR lék best allra í dag eða á fimm höggum undir pari Grafarholtsvallar. Hann er með eitt högg í forskot á Aron Snæ Júlíusson úr GKG. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR kemur þar næstur á -2. Í kvennaflokki er Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK efst á +1 og þar á eftir koma Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR á +3 líkt og Saga Traustadóttir úr GR.
Skor keppenda er uppfært á þriggja holu fresti hér.
Staðan á stigalista Eimskipsmótaröðinni eftir 1. hringinn á Securitasmótinu.
Vikar er með 4.000 stig í efsta sæti en Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG er í öðru sæti með 3.600 stig.
Ragnhildur varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni fyrir ári síðan og Axel Bóasson úr Keili varð efstur í karlaflokki.
Stigalistann á Eimskipsmótaröðinni má nálgast hér. Á þessum lista er búið að endurraða á stigalistanum til þess að gera keppnina á lokamótinu enn meira spennandi.
Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR verða á meðal keppenda – og er útlit fyrir frábæra keppni. Mótið hefst á föstudaginn og verða leiknir þrír hringir og úrslitin ráðast á sunnudaginn.
Rástímar fyrir fyrsta keppnisdaginn eru klárir og verða eftirfarandi keppendur saman í ráshóp.