Auglýsing

Birgir Björn Magnússon úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fögnuðu sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Keppnin fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Hægt er að fylgjast með skori keppenda hér:


 

Eimskipsmótaröðin: Birgir Björn með frábæran lokahring 

Birgir Björn Magnússon úr Keili lék frábært golf á lokahringnum á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Birgir Björn lék Hlíðavöll í Mosfellsbæ á 66 höggum eða -6. Hann sigraði með fjögurra högga mun á samtals 13 höggum undir pari vallar. Lokakaflinn á lokahringnum hjá Birgi var magnaður. Hann lék 12.-16. brautir vallarins á -7 samtals þar sem hann fékk tvo erni í röð og þrjá fugla í röð þar á eftir.


Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar á -9 samtals og Sigurður Bjarki Blumenstein úr GR varð þriðji á -5 samtals. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður Bjarki er á verðalaunapalli á Eimskipsmótaröðinni.

Þetta er fyrsti sigur Birgis á Eimskipsmótaröðinni en hann er 21 árs gamall og stundar háskólanám í Bandaríkjunum. Sigurganga Birgis á undanförnum fjórum mótum er einstök en hann hefur unnið þau öll.

„Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau – og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í – og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:

  1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13)

2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9)
3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5)
4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3)
5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1)
5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1)
7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par)
7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par)
7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par)
10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1)
10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1)
10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1)
Frá vinstri: Kristján Þór Einarsson, Birgir Björn Magnússon, Sigurður Bjarki Blumenstein, Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ og Hörður Geirssons stjórnarmaður GSÍ. Mynd/seth@golf.is

Sveit Keilis sem sigraði í liðakeppninni í karlaflokki sem fór fram samhliða Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Frá vinstri: Birgir Björn Magnússon, Vikar Jónasson, Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ og Hörður Geirsson stjórnarmaður GSÍ. Á myndina vantar Benedikt Sveinsson leikmann Keilis. Mynd/seth@golf.is

Eimskipsmótaröðin: Ragnhildur sigraði eftir bráðabana á Símamótinu

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sigri í kvennaflokki á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Ragnhildur og Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili voru jafnar eftir 54 holur og réðust úrslitin í bráðabana. Ragnhildur fékk fugl á 10. braut Hlíðavallar í Mosfellsbæ en Helga Kristín fékk par.

Aðstæður voru prýðilegar á lokahringnum og mikil spenna var í keppni þeirra Ragnhildar og Helgu Kristínar. Á lokakaflanum skiptust þær á að hafa forystu og aðeins munaði einu höggi á milli þeirra. „Ég leit á þetta sem holukeppni á milli okkar. Ég vissi alltaf hvernig staðan var, mér finnst það betra, enda er ég vön því úr þeim íþróttum sem ég stundað,“ sagði Ragnhildur en hún var að fagna sínum fjórða sigri á Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu.
„Mér leið bara vel í bráðabananum. Ég sló gott högg með 9 járninu í öðru högginu og var um 4 metra frá. Púttið var í raun það eina sem fór ofaní hjá mér í dag af þessu færi og það kom á réttum tíma,“ bætti Ragnhildur við.

Annika Sörenstam afhenti verðlaunin í kvennaflokknum og voru keppendur hæstánægðir með að fá að hitta eina stærstu golfstjörnu allra tíma. Annika hvatti kylfinga til góðra verka í ræðu sem hún hélt á verðlaunaafhendingunni – en hún sigraði sjálf á 10 risamótum á ferlinum og 72 mótum á LPGA mótaröðinni.

Lokastaðan hjá efstu kylfingum í kvennaflokki:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-74-77) 228 högg (+12)
2. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (74-78-76) 228 högg (+12)
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-80-75) 235 högg (+19)
4. Saga Traustadóttir, GR (76-80-80) 236 högg (+20)
5.-8 Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-80-79) 237 högg (+21)
5.-8. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (82-76-79) 237 högg (+21)
5.-8. Eva Karen Björnsdóttir, GR (82-76-79) 237 högg (+21)
8. Kinga Korpak, GS (82-79-77) 238 högg (+22)
9.-10. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-84-80) 240 högg (+24)
9.-10. Heiða Guðnadóttir, GM (80-79-81) 240 högg (+24)

Á myndinni eru frá vinstri Helga Kristín Einarsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Anna Sólveig Snorradóttir og Annika Sörenstam Myndsethgolfis

Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Keilis deildu efsta sætinu í liðakeppninni sem fram fer samhliða Eimskipsmótaröðinni. Frá vinstri: Anna Sólveig Snorradóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Annika Sörenstam, Ragnhildur Kristinsdóttir, Saga Traustadóttir, Eva Karen Björnsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Ragnhildur Kristinsdóttir fagnar hér sigurpúttinu.

2. keppnisdagur:

Birgir Björn Magnússon úr Keili er með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer á Hlíðvelli í Mosfellsbæ. Hinn tvítugi Birgir Björn er á -7 samtals. Hann er með eitt högg í forskot á Kristján Þór Einarsson úr GM sem var efstur eftir fyrsta hringinn á -5. Kristján Þór fékk þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum.

Ungir og efnilegir kylfingar eru í sætunum þar á eftir á -1 samtals í 3.-5. sæti. Aðstæður á Hlíðavelli voru erfiðar og rigndi töluvert þegar leið á daginn -og mest þegar síðustu ráshóparnir í karlaflokki voru að ljúka við síðari 9 holurnar á öðrum keppnisdeginum.

Birgir Björn hefur byrjað tímabilið af krafti en hann sigraði á tveimur fyrstu mótunum á Íslandsbankamótaröð unglinga í flokki 19-21 árs.

Staðan fyrir lokahringinn: 

  1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68) 137 högg (-7)
  2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71) 138 högg (-6)

3.-5 Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71) 143 högg (-1)
3.-5. Sverrir Haraldsson, GM (71-72) 143 (-1)
3.-5. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74) 143 högg (-1)

  1. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (71-73) 144 högg (par)

7.-10. Peter Henry Bronson, GM (75-70) 145 högg (+1)
7.-10. Vikar Jónasson, GK (74-71) 145 högg (+1)
7.-10. Lárus Garðar Long, GV (73-72) 145 högg (+1)
7.-10. Stefán Már Stefánsson, GR (72-73) 145 högg (+1)

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forskot í kvennaflokki fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og er það fjórða mótið á tímabilinu á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018.

Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili er önnur á +8, og Saga Traustadóttir er þriðja á +12.

Staðan fyrir lokahringinn:

  1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-74) 151 högg (+7)
  2. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (74-78) 152 högg (+8)
  3. Saga Traustadóttir, GR (76-80) 156 högg (+12)

4.-6. Eva Karen Björnsdóttir, GR (82-76) 158 högg (+14)
4.-6. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (82-76) 158 högg (+14)
4.-6. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-80) 158 högg (+14)

  1. Heiða Guðnadóttir, GM (80-79) 159 högg (+15)

8.-9. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-80) 160 högg (+16)
8.-9. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-84) 160 högg (+16)
10. Kinga Korpak, GS (82-79) 161 högg (+17)

Hér fyrir neðan er bein útsending frá 9. braut Hlíðarvallar – sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur að.

2. keppnisdagur í beinni:

1. dagur á 9. braut er hér fyrir neðan:

1. keppnisdagur: 

Kristján Þór Einarsson er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn í karlaflokki á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hófst í dag. Kristján Þór lék Hlíðavöll í Mosfellsbæ á fimm höggum undir pari vallar eða 67 höggum. Kristján Þór er á heimavelli í þessu móti en hann er með tveggja högga forskot. Fimm leikmenn deila 2.-6. sætinu á -3.

Skor keppenda á fyrsta hringnum af alls þremur var frábært. Alls léku 13 leikmenn á pari vallar eða betur.

1. Kristján Þór Einarsson, GM 67 högg (-5)
2.-6. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 69 högg (-3)
2.-6. Birgir Björn Magnússon, GK 69 högg (-3)
2.-6. Ingvar Andri Magnússon, GKG 69 högg (-3)
2.-6. Benedikt Sveinsson, GK 69 högg (-3)
2.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 69 högg (-3)
7. Hlynur Bergsson, GKG 70 högg (-2)
8.-10. Henning Darri Þórðarson, GK 71 högg (-1)
8.-10. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 71 högg (-1)
8.-10. Sverrir Haraldsson, GM 71 högg (-1)
11.-13. Andri Már Guðmundsson, GM 72 högg (par)
11.-13. Stefán Már Stefánsson, GR 72 högg (par)
11.-13. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 72 högg (par)

Helga Kristín með tveggja högga forskot

Helga Kristín Einarsdóttir úr GK er með tveggja högga forystu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Helga Kristín lék á 74 höggum á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar eða +2. Saga Traustadóttir úr GR er næst í röðinni á 76 höggum líkt og Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK.

1. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 74 högg (+2)
2.-3. Saga Traustadóttir, GR 76 högg (+4)
2.-3. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 76 högg (+4)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 77 högg (+5)
5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 78 högg (+6)

Alls eru 93 keppendur skráðir til leiks, 71 í karlaflokki og 22 í kvennaflokki. Keppni hefst kl. 7.30 að morgni föstudagsins 8. júní.

Meðalforgjöfin í karlaflokki er 1,86 og í kvennaflokki 3,66.

Alls eru 25 kylfingar í karlaflokki með 0 eða lægri forgjöf. Andri Þór Björnsson, atvinnukylfingur úr GR, er með lægstu forgjöfina eða -2,6.

Þar á eftir kemur Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG með -2,5. Í kvennaflokki er Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR með lægstu forgjöfina eða -1,6.

Leikfyrirkomulag er höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á dag.

Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram alls 84 leikmenn 63 efstu úr karlaflokki og 21 efstu úr kvennaflokki.

Flestir keppendur koma úr Golfklúbbi Reykjavíkur eða 28 alls, heimamenn í Golfklúbbi Mosfellsbæjar koma þar næstir með 15 keppendur, 14 úr GKG og 12 úr Keili.

Klúbbur Karlar Konur Samtals
Golfklúbbur Reykjavíkur 21 7 28
Golfklúbbur Mosfellsbæjar 13 2 15
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 11 3 14
Golfklúbburinn Keilir 8 4 12
Golfklúbbur Akureyrar 5 1 6
Golfklúbbur Suðurnesja 0 3 3
Golfklúbburinn Hamar Dalvík 1 1 2
Golfklúbbur Vestmannaeyja 2 0 2
Golfklúbbur Selfoss 1 1 2
Golfklúbbur Öndverðarness 2 0 2
Nesklúbburinn 1 0 1
Golfklúbburinn Jökull Ólafsvík 1 0 1
Golfklúbburinn Hellu 1 0 1
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 1 0 1
Golfklúbbur Hveragerðis 1 0 1
Golfklúbbur Hornafjarðar 1 0 1
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs 1 0 1

 

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ