Auglýsing

Það er enn hægt að skrá sig í þriðja mót tímabilsins 2017-2918 á Eimskipsmótaröðinni.

Egils Gull mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi dagana 18.-20. maí.

Leikfyrirkomulagið er höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á dag.

Það lítur út fyrir spennandi keppni og margir af bestu kylfingum Íslands verða á meðal keppenda. Má þar nefna að Íslandsmeistararnir í karla – og kvennaflokki 2017 eru báðir skráðir til leiks. Það eru atvinnukylfingarnir Axel Bóasson úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni – en Valdís er á heimavelli á þessu móti.

Fleiri atvinnukylfingar eru á meðal keppenda, Ólafur Björn Loftsson, GKG og Guðrún Brá Björgvinsdóttir Keili.

Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram alls 84 leikmenn 63 efstu úr karlaflokki og 21 efstu úr kvennaflokki.

Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi fer rástími keppenda eftir forgjöf en síðan verður raðað út eftir skori. Alla þrjá dagana verður ræst út frá kl. 7:30.

Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 120, þar af hámark 90 í karlaflokki og hámark 30 í kvennaflokki. Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn.

Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.

Mótin á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 sem eru á dagskrá á þessu ári:

Mót 2018
Maí

18.05.18 – GL -EIMSKIPSMÓTARÖÐIN – Egils Gullmótið (3)

Júní
08.06.18 – GM -EIMSKIPSMÓTARÖÐIN – Símamótið (4)
29.06.18 – GS -EIMSKIPSMÓTARÖÐIN – Origo bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni (5)

Júlí
20.07.18 -GK -EIMSKIPSMÓTARÖÐIN – KPMG, Hvaleyrabikarinn (6)
26.07.18 -GV -EIMSKIPSMÓTARÖÐIN – Íslandsmótið í höggleik (7)

Ágúst
23.08.18 -GR -EIMSKIPSMÓTARÖÐIN – Securitasmótið, GR bikarinn (8) – Lokamót

September
08.09.18 -GKG -EIMSKIPSMÓTARÖÐIN Pro/Am – Honda Classic – (Off Venue)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ