Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum og Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sigruðu á Símamótinu í golfi sem var að ljúka í á Leirdalsvelli, mótið er fimmta mót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Ólafur Björn spilaði hringina þrjá á 213 höggum eða á pari Leirdalsvallar. Hann hafði betur með einu höggi í harðri rimmu við Birgi Leif Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar sem varð að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Í þriðja sæti varð Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Í fjórða sæti varð Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og jafnir í fimmta til sjötta sæti urðu þeir Þórður Rafn Gissurarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Ragnar Már Graðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sigraði í kvennaflokki á 226 höggum eða á 13 höggum yfir pari. í örðu sæti varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir einnig úr Golfklúbbnum Keili, hún spilaði hringina þrjá á 228 höggum. Í þriðja sæti varð Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 226 höggum. Í fjóra sæti varð Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og í því fimmta varð Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni Arkanesi.