Íslandsmótið í golfi 2018 á Eimskipsmótaröðinni fer fram 26.-29. júlí í Vestmannaeyjum.
Undirbúningur fyrir stærsta mót ársins á Íslandi er langt á veg kominn og golfvöllurinn í Vestmannaeyjum hefur sjaldan eða aldrei verið í betra ástandi.
Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið og er hægt að skrá sig hér.
Í byrjun vikunnar fóru aðilar úr mótsstjórn Íslandsmótsins til Eyja til þess að undirbúa keppnisvöllinn. Væntanlegar holustaðsetningar hafa nú þegar verið ákveðnar.
Mótsstjórnin fór í gegnum það ferli með ítarlegum mælingum eins sjá má á myndunum hér fyrir neðan.