Golfsamband Íslands

Eimskipsmótaröðin: Þórdís sigraði á Egils-Gullmótinu eftir bráðabana

Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, Karen, Þórdís, Berglind og Þorsteinn Ragnarsson formaður mótanefndar GHR.

IMG_9297
Þórdís Geirsdóttir GK slær hér af teig á 15 braut á Strandarvelli í dag Myndsethgolfis

„Já það er ekki annað hægt en að segja að þessi sigur hafi komið mér á óvart. Það þarf eflaust að leita vel í gögnum á Árbæjarsafninu eftir síðasta sigri mínum á mótaröð þeirra bestu,“ sagði Þórdís Geirsdóttir úr Keili eftir sigur hennar á Egils-Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni á Strandarvelli á Hellu í dag.

Aðstæður voru prýðilegar á Hellu í dag, sól af og til, hiti um 10 gráður en töluverður vindur var um miðjan dag.

Þórdís og Karen Guðnadóttir úr GS háðu mikla baráttu um sigurinn í ágætu veðri á Strandarvelli. Karen náði um tíma tveggja högga forskoti á Þórdísi en það snérist við á 11. og 12. holu. Þórdís jafnaði við Karen og þær voru jafnar eftir 54 holur. Úrslitin réðust í bráðabana þar sem 10. hola Strandarvallar var leikinn. Þar gerði Þórdís engin mistök og fékk fugl og það dugði til sigur.

Þórdís lék á 18 höggum yfir pari vallar (76-74-78) en skor keppenda má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Karen var efst fyrir lokahringinn og hafði þá tveggja högga forskot á Ingunni Einarsdóttur, GKG, Þórdísi Geirsdóttur, GK, og Berglindi Björnsdóttur, GR. Berglind endaði í þriðja sæti  á 22 höggum yfir pari.

Ingunn Einarsdóttir GKG
Karen Guðnadóttir GS
Jódís Bóasdóttir GK
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir NK
Eva Karen Björnsdóttir GR
Eva Karen Björnsdóttir GR
Ólöf María Einarsdóttir GM
Ólöf María Einarsdóttir GM
Ragnhildur Kristinsdóttir GR
Berglind Björnsdóttir GR
Berglind Björnsdóttir GR
Útsýnið yfir Vestmannaeyjar er glæsilegt frá Strandarvelli
Séð yfir 12 flöt á Strandarvelli
Séð yfir 13 teig á Strandarvelli
Exit mobile version