Valdís Þóra Jónsdóttir og Axel Bóason. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL og Axel Bóasson úr GK fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í golfi í dag á Hvaleyrarvelli á Eimskipsmótaröðinni. Þetta er annar titill Axels en hann sigraði árið 2011. Hann hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús (GR) í þriggja holu umspili um sigurinn. Valdís Þóra fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli en hún sigraði árið 2009 og 2012.

Myndir frá Íslandsmótinu er hægt að finna á www.gsimyndir.net

Skor keppenda er uppfært hér:

Hér fyrir neðan verður greint frá gangi mála á Twitterssíðu GSÍ.


3. keppnisdagur:

Axel með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn

Axel Bóasson er með þriggja högga forskot í karlaflokki fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi. Axel, sem hefur sigrað einu sinni á Íslandsmótinu árið 2011, lék vel á heimavellinum á Hvaleyrarvelli í dag eða 67 höggum eða -4 við krefjandi aðstæður. Axel er samtals á -9 en mótsmetið á Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem hann setti á Akranesi árið 2015.

1. Axel Bóasson, GK (69-68-67) 204 högg (-9)
2.-3. Haraldur Franklín Magnús, GR (69-70-68) 207 högg (-6)
2.-3. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (68-69-70) 207 högg (-6)
4.-.5 Vikar Jónasson, GK (65-74-69) 208 högg (-5)
4.-5. Andri Þór Björnsson, GR (68-69-71) 208 högg (-5)
6. Ólafur Björn Loftsson, GKG (69-68-72) 209 högg (-4)
7.-10. Magnús Lárusson, GJÓ (72-70-68) 210 högg (-3)
7.-10. Ragnar Már Garðarsson, GKG (70-70-70) 210 högg (-3)
7.-10. Aron Snær Júlíusson, GKG (71-67-72) 210 högg (-3)

Axel Bóasson GK

Þrír kylfingar jafnir í efsta sæti fyrir lokahringinn í kvennaflokki

Það er gríðarleg spenna í kvennaflokknum á Íslandsmótinu í golfi þegar þrír hringir af alls fjórum eru búnir. Þrír keppendur deila efsta sætinu á +8 og lokahringurinn verður spennandi og áhugaverður á Hvaleyrarvelli hjá Keili. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR eru allar jafnar á +8. Þær þrjár eru í nokkrum sérflokki en Helga Kristín Einarsdóttir úr GK er á +12 í fjórða sæti. Valdís hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari, 2009 og 2012, en Guðrún og Ragnhildur eiga það eftir.
1.-3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (70-74-77) 221 högg (+8)
1.-3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-67-79) 221 högg (+8)
1.-3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (69-75-77) 221 högg (+8)
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-72-77) 225 högg (+12)
5. Karen Guðnadóttir, GS (74-79-73) 226 högg (+13)

2. keppnisdagur:

Guðrún Brá efst á nýju vallarmeti á Íslandsmótinu í golfi

„Munurinn á þessum hring í dag og í gær var í raun ein hola sem ég lék illa í gær. Í dag setti ég fleiri pútt ofaní eftir innáhöggin og ég er sátt með vallarmetið. Það er útlit fyrir spennandi keppni framundan,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili en hún er efst á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni e hálfnuð á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Guðrún Brá lék frábært golf í dag þegar hún kom inn á -4 eða 67 höggum. Hún bætti sig mikið frá því í gær þar sem hún lék á 75 höggum eða +4. Guðrún Brá er með tveggja högga forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni og Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR fyrir þriðja hringinn.

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-67) 142 högg par
2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (70-74) 144 högg +2
3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (69-75) 144 högg +2
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-72) 148 +6
5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG (74-76) 150 +8

Gríðarleg spenna í karlaflokknum:

Það er gríðarleg spenna í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi. Eins og staðan er núna eru sex kylfingar efstir og jafnir á -5 samtals en keppni í karlaflokki lýkur ekki fyrr en um kl. 21 í kvöld. Axel Bóasson úr Keili náði frábærri fugla hrinu með þremur fuglum í röð á lokaholum dagsins á Hvaleyrarvelli í dag. Hann lék á 68 höggum eða -3. Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG lék á -4 í dag og blandaði sér í baráttuna um sigurinn ásamt fleiri kylfingum.

Staðan:

1.- 6. Axel Bóasson, GK (69-68) 137 högg -5
1.- 6. Ólafur Björn Loftsson, GKG (69-68) 137 högg -5
1.- 6. Andri Þór Björnsson, GR (68-69) 137 högg -5
1.- 6. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (68-69) 137 högg -5
1.- 6. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (67-70) 137 högg -5
1.- 6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (66-71) 137 högg -5
7. Aron Snær Júlíusson, GKG (71-67) 138 högg -4
8.-10. Gísli Sveinbergsson, GK (70-69) 139 högg -3
8.-10. Haraldur Franklín Magnús, GR (69-70) 139 högg -3
8.-10. Vikar Jónasson, GK (65-74) 139 högg -3
11.-13. Andri Már Óskarsson, GHR (71-69) 140 högg -2
11.-13. Ragnar Már Garðarsson, GKG (70-70) 140 -2
11.-13. Theodór Emil Karlsson, GM (70-70) 140 högg -2


Myndir frá Íslandsmótinu er hægt að finna á www.gsimyndir.net
1. keppnisdagur: 

Hinn tvítugi Vikar Jónasson sýndi allar sínar bestu hliðar á fyrsta keppnisdeginum. Keilismaðurinn lék gríðarlega vel í dag og kom inn í klúbbhúsið á 65 höggum eða 6 höggum undir pari. Hann er með eitt högg í forskot á GR-inginn Guðmund Ágúst Kristjánsson og tvö högg á Egil Ragnar Gunnarsson úr GKG.

Gott skor var í karlaflokknum á fyrsta hringum enda voru aðstæður á Hvaleyrarvelli gríðarlegae góðar. Nánast logn, skýjað og kjöraðstæður til að skora vel á frábærum keppnisvelli.

Á föstudag verður keppendum raðað út eftir skori og sýnt verður beint frá öðrum keppnisdegi í fyrsta sinn í sögu Íslandsmótsins í golfi.

Vikar Jónasson GK Myndsethgolfis

1. Vikar Jónasson, GK 65 (-6)
2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 66 (-5)
3. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 67 (-4)
4.- 5. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 68 (-3)
4.- 5. Andri Þór Björnsson, GR 68 (-3)
6.-9. Haraldur Franklín Magnús, GR 69 (-2)
6.-9. Axel Bóasson, GK 69 (-2)
6.-9. Ólafur Björn Loftsson, GKG 69 (-2)
9. Lárus Garðar Long, GV 70 (-1)
10.-12. Gísli Sveinbergsson, GK 70 (-1)
10.-12. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 (-1)
10.-12. Theodór Emil Karlsson, GM 70 (-1)

Hin tvítuga Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni eftir fyrsta keppnisdaginn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Ragnhildur lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari en Valdís er á -1.

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 69 (-2)
2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 70 (-1)
3.-4. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG 74 (+3)
3.-4. Karen Guðnadóttir, GS 74 (+3)
5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 75 (+4)
6.-9. Þórdís Geirsdóttir, GK 76 (+5)
6.-9. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK 76 (+5)
6.-9. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 76 (+5)
6.-9.Ingunn Einarsdóttir, GKG 76 (+5)

Ragnhildur Kristinsdóttir GR Myndsethgolfis

Flestir af bestu kylfingum Íslands mæta til leiks og má þar nefna atvinnukylfingana Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni, Axel Bóasson úr Keili og Harald Franklín Magnús GR.

Meðalforgjöf karla á Íslandsmótinu 2017 er 2,02. Meðalforgjöf kvenna á Íslandsmótinu 2017 er 3,17.

Aðeins þeir sem eru með 5,5 eða lægri forgjöf geta tekið þátt í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni. Í kvennaflokki eru takmörkin við 8,5 í forgjöf.

Meðaaldur karla í mótinu er 27 ár. Elsti keppandinn er 64 ára, Björgvin Þorsteinsson, og Böðvar Bragi Pálsson GR er sá yngsti en hann er 14 ára, fæddur árið 2003.

Meðalaldur kvenna í mótinu er 22 ár. Elsti keppandinn er 52 ára, Þórdís Geirsdóttir og tveir keppendur í kvennaflokki eru 14 ára eða fæddar árið 2003. Kinga Korpak GS og Eva María Gestsdóttir úr GKG. Þess má geta að eldri systir Evu, Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG er 15 ára og þær eru báðar á meðal keppenda.

Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á Íslandsmótinu í golfi. Þau geta því miður ekki mætt í titilvörnina þar sem þau eru bæði að keppa sem atvinnukylfingar á sama tíma í Evrópu og Bandaríkjunum. Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson úr GR getur heldur ekki tekið þátt vegna verkefna á Pro-Golf mótaröðinni en Þórður varð Íslandsmeistari árið 2015.

Rástíma er hægt að sjá hér:

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ