Íslandsmótinu í golfi 2017 lauk s.l. sunnudag þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) og Axel Bóasson (GK) fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum eftir æsispennandi keppni. Í mótslok fór fram lokahóf þar sem að keppendur, starfsfólk og sjálfboðaliðar úr golfhreyfingunni áttu saman góða kvöldstund við frábærar aðstæður í golfskála Keilis.
Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á Íslandsmótinu, vallarmet, holu í höggi ásamt ýmsum öðrum viðurkenningum.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru á lokahófinu.
Arnar Atlason formaður Keilis færði RÚV þakklætisvott fyrir beinu útsendinguna frá Íslandsmótinu. Friðrik Þór Halldórsson tók við viðurkenningunni.
Frá vinstri: Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskip, Haraldur Franklín Magnús (GR), Axel Bóasson (GK), Fannar Ingi Steingrímsson (GHG), Andri Þór Björnsson (GR), Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Arnar Atlason formaður GK.
Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskip
Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ og fyrrum formaður Keilis.
Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskip, Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
Stefán Már Stefánsson fær hér viðurkenningu frá Keili fyrir að hafa farið holu í höggi á 6. braut á Íslandsmótinu í golfi 2017. Guðmundur Örn Óskarsson er til vinstri og Arnar Atlason formaður Keilis til hægri.