Golfsamband Íslands

Einar Bjarni sló draumahöggið á Íslandsmótinu í golfi

Það eru frábærar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru þar sem að Íslandsmótið í golfi hófst í morgun. Einar Bjarni Helgason úr Golfklúbbi Setbergs sló draumhöggið í morgun þegar hann fór holu í höggi á 9. braut (sem var áður sú 8.)

Einar Bjarni slói með 9 járni en holan var í 138 metra fjarlægð. Einar Bjarni lék áður fyrir Golfklúbb Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en hann er fæddur árið 1998. Hann komst í undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni nýverið.

Islandsmotid i golfi 2024 kort v2 scaled
Einar Bjarni Helgason eftir draumahöggið á 9 braut í morgun
Einar Bjarni Helgason á 1 teig á Íslandsmótinu í golfi 2024 Myndsethgolfis
Exit mobile version