Margar áhugaverðar breytingar eru í nýja forgjafarkerfinu.
Auglýsing

Nýtt forgjafarkerfi tók gildi frá 1. janúar 2016 og gildir næstu fjögur ár eða til ársins 2019. Markmið forgjafarnefndar Evrópska golfsambandsins var að einfalda kerfið fyrir hinum almenna kylfingi. Golfsamböndum er gefið meira svigrúm til að gera breytingar á kerfinu til að auka ánægju af golfleik og mæta hinum margvíslegu þörfum kylfinga. Lykilatriði kerfisins eru í meginatriðum óbreytt en helstu breytingar verða eftirfarandi.

  • Upphafsforgjöf karl- og kvenkylfinga verður nú 54 í stað 36.
  • Nýr forgjafarflokkur 6 (forgjöf 37 – 54) verður til.
  • Enginn hækkun á forgjöf í forgjafarflokkum 5 og 6 (frá forgjöf 26.5 upp í 54)
  • 9 holu skor leyft til forgjafar í forgjafarflokki 2 (frá forgjöf 4.5 upp í 54).
  • * Stjörnumerkt forgjöf fellur niður.
  • Fjöldi skora til að fá forgjöf minnkaður í að skila minnst einu skori.
  • CBA leiðrétting fellur niður í mótum.

Golfsambandið mun á næstu vikum kynna nánar á golf.is hverja breytingu fyrir sig. Við vonum að ný útgáfa EGA forgjafarkerfisins muni nýtast kylfingum en betur en áður.

Hér má sjá nýja útgáfu af kerfinu. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ