Frá Einvíginu á Nesinu 2019. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 25. skipti og því um stórafmæli hjá þessu skemmtilega móti að ræða.

Mótið verður eins og áður haldið á frídegi Verslunarmanna, nú mánudaginn 2. ágúst.  Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu BUGL.   

BUGL er deild innan Landspítala Íslands og veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu.  Þar er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri og þeim veitt sérhæfð þverfagleg þjónusta sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra.

Það er sjóðstýringarfélagið STEFNIR sem er styrktaraðili Einvígisins á Nesinu í ár og mun í mótslok afhenda BUGL ávísun upp á eina milljón króna.

Einvígið hefst stundvíslega kl. 13.00 og verður fyrirkomulagið í Einvíginu þannig að fyrstu tvær holurnar í einvíginu verða leiknar með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á braut nr. 2. 

Eftir það verður farið í hið hefðbundna „shoot-out“ fyrir þá sem eru með hæsta skor á viðkomandi braut.  Með þessum breytingum tekur einvígið mun styttri tíma.

Áhorfendur eru leyfðir á Einvíginu í ár og verður þess vel og vandlega gætt af sjálfboðaliðum að allir passi upp á eins metra regluna.

Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2021

Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Birgir Leifur Hafþórsson
Bjarni Þór Lúðvíksson
Björgvin Sigurbergsson
Björgvin Þorsteinsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Haraldur Franklín Magnús
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Karlotta Einarsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir

Sigurvegarar frá upphafi:

1997      Björgvin Þorsteinsson
1998      Ólöf María Jónsdóttir
1999      Vilhjálmur Ingibergsson
2000      Kristinn Árnason
2001      Björgvin Sigurbergsson
2002      Ólafur Már Sigurðsson
2003      Ragnhildur Sigurðardóttir
2004      Magnús Lárusson
2005      Magnús Lárusson
2006      Magnús Lárusson
2007      Sigurpáll Geir Sveinsson
2008      Heiðar Davíð Bragason
2009      Björgvin Sigurbergsson
2010      Birgir Leifur Hafþórsson
2011      Nökkvi Gunnarsson
2012      Þórður Rafn Gissurarson
2013      Birgir Leifur Hafþórsson
2014      Kristján Þór Einarsson
2015       Aron Snær Júlíusson
2016       Oddur Óli Jónasson
2017       Kristján Þór Einarsson
2018       Ragnhildur Sigurðardóttir
2019       Guðmundur Ágúst Kristjánsson
2020       Haraldur Franklín Magnús

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ