Korpubikarinn í samvinnu við First Water verður leikinn á Korpúlfsstaðavelli dagana 31. maí – 2. júní.
Mótið er það fyrsta á GSÍ mótaröðinni í ár þar sem bestu kylfingar landsins mæta til leiks og spila um Korpubikarinn.
Skráning hefst í mótaskrá Golfbox föstudaginn 17. maí kl. 14:00 og má sjá allar frekari upplýsingar um mótið hér fyrir neðan.
Leikfyrirkomulag og niðurskurður
Mótahald fer fram á Korpúlfsstaðavelli (Sjórinn/ Áin). Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta- og keppendareglum GSÍ. Keppt er eftir staðarreglum GSÍ ásamt viðbótarstaðarreglum Korpunnar.
Eftir 36 holu leik skal leikmönnum fækkað þannig að þau 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni. Ef leikmenn eru á sama skori og sá sem er með lakastan árangur þeirra sem halda áfram skulu þeir báðir/allir halda áfram.
Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl. 15:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori. Ræst verður út alla dagana frá kl. 8:00.
Þátttökuréttur
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 84 en að lágmarki 21 kylfingur fær þátttökurétt í hvorum flokki. Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5. Ef fjöldi skráðra leikmanna fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk, þ.e.a.s. þeir kylfingar sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafn langt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða. Það verður biðlisti ef það verður umframskráning í mótið. Keppendur á biðlista þurfa að vera skráðir til leiks og uppfylla þátttökuskilyrði.
Mótsgjald
Karlaflokkur Teigastæði 63 15.000 kr.
Kvennaflokkur Teigastæði 52 15.000 kr.
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar á fyrsta teig og æfingaboltar í Básum alla keppnisdaga. Morgunmatur verður í boði alla þrjá keppnisdaga frá kl. 06:30 – 11:30.
Skráning og þátttökugjald
Skráning í mótið hefst föstudaginn 17. maí kl. 14:00. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið í mótaskrá á Golfbox fyrir klukkan 23:59 á þriðjudegi fyrir mót, 28. maí.
*Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.
** Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur.
***Þeir keppendur sem ekki fá þátttöku í mótið fá endurgreitt að móti loknu.
Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við Golfklúbb Reykjavíkur á netfangið grskrifstofa@grgolf.is til að panta rástíma. Reglur um æfingahringi er að finna í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald. Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.
Æfingahringir verða í boði á eftirfarandi tímum:
Miðvikudagur 29. maí frá kl.10:00-12:00 & 15:00-17:00
Fimmtudagur 30. maí frá kl.10:00-12:00 & 15:00-17:00
Verðlaun
Veitt verða peningaverðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.
Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda. Veitt verða verðlaun fyrir Korpubikarinn og forseti GSÍ mætir til að krýna stigameistara GSÍ.
Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 20 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik, boðið verður upp á léttar veitingar.
Mótsstjóri: Ómar Örn Friðriksson 660-2770
Mótsstjórn: Ómar Örn Friðriksson, Harpa Ægisdóttir, Dóra Eyland, Atli Þorvaldsson og Nicholas Cathart-Jones.
First Water elur lax í lokuðum kerfum í landeldi við Þorlákshöfn þar sem líkt er eftir náttúrulegri hringrás laxins og allri orkuþörf er mætt með endurnýjanlegum orkugjöfum. Laxinn er alinn í kristaltærum og hreinum sjó úr neðanjarðarbrunnum svo ekki er þörf á sýklalyfjum eða eitri við framleiðsluna.