/

Deildu:

Auglýsing

Elín Hrönn Ólafsdóttir var kjörin nýr formaður Golfklúbbsins Odds á aðalfundi klúbbsins sem fram fór 8. desember síðastliðinn. Ingi Þór Hermannsson ákvað að stíga til hliðar sem formaður klúbbsins eftir sjö ára formannssetu. Elín Hrönn er hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns í 23 ára sögu klúbbsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá GO.

Elín Hrönn starfar sem markaðsstjóri hjá fyrirtækinu Vistor í Garðabæ. Hún er 45 ára gömul og hefur verið meðlimur í Golfklúbbnum Oddi frá árinu 2010. Elín Hrönn var verkefnastjóri sjálfboðaliða á Evrópumóti kvennalandsliða í sumar sem heppnaðist afar vel.

Halla Hallgrímsdóttir var við sama tækifæri kjörin í stjórn klúbbsins til tveggja ára og Kári Sölmundarson kjörin í varastjórn til eins árs.„Þetta verkefni leggst gríðarleg vel í mig og ég er spennt að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Það er mjög gott starf unnið innan klúbbsins og félagsandinn er frábær,“ segir Elín Hrönn.

„Það kveikti aukin áhuga hjá mér að starfa meira fyrir klúbbinn eftir Evrópumótið í sumar. Ég gekk í klúbbinn árið 2010 og hef starfað í fræðslunefnd klúbbsins. Ég hafði áhuga á að að taka enn virkari þátt í starfi klúbbsins og ganga í stjórn klúbbsins. Ég tók þetta kannski einu skrefi lengra en upphaflega stóð til og er núna orðin formaður klúbbsins. Ég er stolt og hrærð yfir þeim stuðning sem ég hef fengið og því trausti sem félagsmenn sýna mér. Margir hvöttu mig til að stíga þetta skef og ég sé svo sannarlega ekki eftir því.“Erfiður rekstur

Tap var á rekstri Golfklúbbsins Odds um 4,7 milljónir króna á sl. starfsári. Fram kom í máli Þorvaldar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra GO, að rekja megi tapreksturinn einkum til aukins launakostnaðar á árinu vegna kjarasamningshækkana sem voru fyrr á árinu og hærri en gert var ráð fyrir í áætlun.

Rekstrartekjur klúbbsins voru 169,6 milljónir króna á starfsárinu og jukust um tæpar 10 milljónir á milli ára. Rekstargjöld voru aftur á móti því sem nemur 173,6 milljónir króna. Niðurstaðan því tap um rúmar 4,7 milljónir króna á árinu að viðbættum afskriftum og vaxtagjöldum.

Fram kom í máli Inga Þórs Hermannssonar, fráfarandi formanns GO, að afar mikilvægt væri að treysta rekstrargrundvöll GO. Nefndi hann þar sérstaklega mikilvægi þess að fá meiri stuðning frá sveitarfélagi. GO er eina íþróttafélagið innan Garðabæjar sem greiðir leigu fyrir aðstöðu sína og er það þungur baggi í rekstri klúbbsins.

Finna má frekari umfjöllun um aðalfund GO hér: 

Nánara viðtal við Elínu Hrönn hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ