Site icon Golfsamband Íslands

EM +50 karlar: Ísland endaði í 12. sæti – Þjóðverjar Evrópumeistarar

Frá vinstri: Jón Gunnar Traustason, Guðni Vignir Sveinsson, Guðmundur Arason, Gunnar Þór Halldórsson, Tryggvi Valtýr Traustason, Gauti Grétarsson og Guðlaugur Kristjánsson liðsstjóri.

Evrópumót eldri kylfinga karla í liðakeppni fór fram dagana 4.-8. september 2018 á Diamond Country vellinum í Austurríki. Fyrsta umferð mótsins var felld niður vegna úrkomu og bleytu á keppnisvellinum.

Ísland endaði í 15. sæti í höggleikskeppninni og mættu Íslendingar heimamönnum frá Austurríki í 1. umferð holukeppninnar. Þar landaði Ísland góðum 4-1 sigri og fór Ísland upp um 3 sæti með þeim sigri.

Ísland lék síðan gegn Finnum og tapaðist sá leikur 4-1. Í lokaumferðinni tapaði Ísland naumlega gegn Noregi, 3-2 og 12. sætið var niðurstaðan.

Þjóðverjar fögnuðu sigri á mótinu, Spánverjar enduðu i öðru sæti og Írland varð í þriðja sæti.

2. keppnisdagur:

Guðlaugur Kristjánsson liðsstjóri Íslands segir að liðsstjóri Austurríkis hafi sagt eftir viðureignina að þeir hafi verið sáttir við að Ísland sigri Austurríki í knattspyrnu en það sé erfiðara að upplifa tap gegn Íslandi í golfi. Ísland hafi átt sigurinn skilið og verið betra liðið í þessari viðureign. Guðlaugur bætir því við að í púttkeppni íslenska liðsins í gær hafi Guðni Vignir Sveinsson sigrað og kom þjónn af veitingastaðnum úr klúbbhúsinu með eplaköku fyrir sigurvegarann.

Alls er 21 þjóð skráð til leiks. Afreksnefnd GSÍ og afreksstjóri GSÍ völdu liðið sem er þannig skipað.

Gauti Grétarsson, NK
Guðmundur Arason, GR
Gunnar Þór Halldórsson, GK
Jón Gunnar Traustason, GÖ
Guðni Vignir Sveinsson, GS
Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ

Skorið á mótinu má finna hér:

Eftirtaldar þjóðir taka þátt:

Austurríki
Belgía
Tékkland
Danmörk
England
Finnland
Frakkland
Þýskaland
Ísland
Írland
Ítalía
Lúxemborg
Holland
Noregur
Pólland
Skotland
Slóvakía
Spánn
Svíþjóð
Sviss

Exit mobile version