Auglýsing

Piltalandsliðið í golfi gerði sér lítið fyrir lögðu Belga 3/2 í mögnuðum leik á EM pilta sem lauk í dag í Noregi. Sigurinn tryggir strákunum okkar keppnisrétt á EM að ári. Með sigrinum í dag og sigrinum geng Írlandi tryggðu strákarnir okkra sér 11. sætið ern 13 efstu þjóðirnar komast á EM að ári. Ítalía tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í dag með sigri á Svíum 5,5/1,5.

  • Henning Darri tryggði Íslandi sigur með fugli á 19. holu a móti Alan de Bondt. Ótrúleg spenna og ekki auðvelt fyrir okkur Ragnar að fylgjast með á hliðarlínunni:
  • Aron Snær og Egill töpuðu 3/2 i foursome. Léku alls ekki illa en mættu mjög sterkum andstæðingum. Þeir voru að leika í sínu síðasta U18 móti en þeir ganga upp úr flokknum eftir þetta ár.
  • Fannar Ingi sigraði örugglega 3/2, og lék mjög vel alla vikuna.
  • Kristófer Orri lék einnig afar vel alla vikuna og sigraði 3/1.
  • Birgir Björn var í mjög jöfnun leik en laut í lægra haldi á 18. Loks tryggði
  • Henning Darri liðinu sigur, var eina niður fyrir 18., en vann þar á pari (mjög erfið hola). Á fyrstu í braðabana missti Belginn 2,5 m putt fyrir fugli, en Henning renndi sínu pútti af miklu öryggi í miðja holu af 1,5 m færi.

„Strákarnir búnir að vera hrikalega flottir alla vikuna og við höfum séð þá vaxa með hverjum deginum, allir mun öruggari með sig og réðu betur við aðstæður. Það auðveldar okkur alla vinnu þegar við höfum svona öflugan og agaðan hóp að vinna með, það eru forréttindi. sagði Úlfar Jónsson kampakátur eftir að úrslitin lágu fyrir. Vel gert stákar.“

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ