Site icon Golfsamband Íslands

EM pilta, Þriðja daginn í röð réðust úrslitin í oddaleik og í bráðabana!

Piltalandsliðið í golfi gerði sér lítið fyrir lögðu Belga 3/2 í mögnuðum leik á EM pilta sem lauk í dag í Noregi. Sigurinn tryggir strákunum okkar keppnisrétt á EM að ári. Með sigrinum í dag og sigrinum geng Írlandi tryggðu strákarnir okkra sér 11. sætið ern 13 efstu þjóðirnar komast á EM að ári. Ítalía tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í dag með sigri á Svíum 5,5/1,5.

„Strákarnir búnir að vera hrikalega flottir alla vikuna og við höfum séð þá vaxa með hverjum deginum, allir mun öruggari með sig og réðu betur við aðstæður. Það auðveldar okkur alla vinnu þegar við höfum svona öflugan og agaðan hóp að vinna með, það eru forréttindi. sagði Úlfar Jónsson kampakátur eftir að úrslitin lágu fyrir. Vel gert stákar.“

 

Exit mobile version