/

Deildu:

Auglýsing

Nú þessar vikurnar frá því Ísland opnaðist á ný gagnvart Bandaríkjamönnum hafa bókanir frá erlendum kylfingum á golfvelli landsins farið vel af stað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golf Iceland.

Samtökin Golf  Iceland, eru samtök ákveðinna golfklúbba og ferðaþjónustufyrirtækja, hafa um árabil kynnt íslenska golfvelli fyrir erlendum söluaðilum golfferða, sérhæfðum fjölmiðlum og erlendum kylfingum.

Samtökin, sem eru með aðstöðu hjá GSÍ,  eru aðilar að alþjóðasamtökum í golfferðamennsku, IAGTO. Í þeim samtökum eru fleiri hundruð golfferðaskrifstofur, auk golfvalla, sérhæfðra fjölmiðla og fleiri. Þau samtök standa m.a. fyrir stærstu golfferðasýningu heims  árlega sem Golf Iceland hefur ávallt tekið þátt í .

Stöðug aukning var undanfarin ár í fjölda þeirra erlendu kylfinga sem léku hér golf. Gera  má ráð fyrir miðað við beinar talningar golklúbba  og kannanir, sem gerðar voru  meðal erlendra ferðamanna um hvaða afþreyingu þeir kaupa hér að sumarið 2019, hafi erlendir kylfingar leikið hér allt að 10.000 hringi og var það aukning um nær 15% frá sumrinu 2018.

Heildartekjur golfklúbbanna af þessum erlendum gestum gætu því hafa verið allt að 100 milljónum króna það sumar.

En svo breyttist allt og sumarið 2020 varð eðlilega algjört hrun í komum erlendra kylfinga.

Golf Iceland hefur í gegnum þetta tímabil lagt á það áherslu að reyna að halda öllum tengslum, senda upplýsingar um stöðuna hverju sinni. Minna á okkar sérstöðu, þegar aftur opnast. Þá hafa samtökin tekið þátt í rafrænum golfferðasýningum til að viðhalda tengslum við söluaðila og skapa ný. Aðildin að IAGTO hefur nýst vel í þessari vinnu í faraldrinum.

Nú þessar vikurnar frá því landið opnaðist gagnvart Bandaríkjamönnum hafa bókanir farið vel af stað. Nú strax eru erlendir kylfingar farnir að spila víða um land og næstu vikur líta vel út hvað þetta varðar miðað við ástandið á okkar markaðssvæðum.

Golf Iceland mun nú setja allan  kraft í markaðssetningu og kynningu á  golfvöllum innan sinna vébanda fyrir 2022 og eru vonir bundnar við að komast þá sem fyrst  aftur á beinu brautina og við sjáum þá vonandi áframhaldandi aukningu í samræmi við það sem var fyrir Covid.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ