Site icon Golfsamband Íslands

Ertu búinn að skrá þig í Hraunkot Open?

Axel Bóasson púttar hér síðasta púttinu á Íslandsmótinu 2017. Mynd/seth@golf.is

Golfklúbburinn Keilir verður með Hraunkot Open sem er til þess að ætlað að fá kylfinga til þess að sýna hæfni sína í pútti og stutta spilinu. Annað mótið í þessari mótaröð fer fram um næstu helgi eða laugardaginn 17. febrúar.

Keppt verður í inniaðstöðu Hraunkots í Hafnarfirði og er keppnin opin fyrir alla kylfinga sem tóku þátt á Áskorendamótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni.

 

Skráning fer fram á golf.is en nánari upplýsingar gefa bjorgvin@keilir.is eða kalli@keilir.is

Mótsgjald er 1000 kr. og er boltapeningur innifalinn i verði.

Keppt er í fimm púttstöðvum og fimm vippstöðvum sem fara fram í inniæfingaaðstöðunni í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili.

Exit mobile version