Site icon Golfsamband Íslands

Ertu kona sem leikur golf? – Taktu þátt í könnun á vegum Háskólans á Bifröst

Nemandi við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst vinnur að rannsókn sem snýr að konum sem leika golf á Íslandi. Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um rannsóknina og hlekkur á könnun sem er stór hluti af þessu lokaverkefni.

Rannsókn þessi er hluti af lokaverkefni til BA-prófs í miðlun og almannatengslum við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst.

Rannsóknin snýr að konum sem leika golf á Íslandi og umfjöllun um íslenska kvenatvinnukylfinga á vefmiðlum.

Óskað er eftir þátttöku kvenna sem leika golf í rannsókninni, en fyrirkomulagið er nafnlaus, rafræn spurningakönnun sem ætti að taka um fimm mínútur að svara.

Rannsóknin verður opin til 11. nóvember.

Smelltu hér til að taka þátt.

Exit mobile version