Íslensku keppendurnir á European Young Masters sem fram fer á Hamburger Golf Club hafa þurft að þola misgott veður á fyrsta keppnisdegi mótsins en fresta þurfti mótinu um þrjá tíma vegna þrumuveðurs. Fjórir íslenskir keppendur eru meðal þátttakenda á mótinu en það eru þau Saga Traustadóttir, GR, Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Henning Darri þórðarson, GK og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG.
Þær Saga og Ólöf María náðu ekki að klára hringinn sinn í dag vegna frestunarinnar Fannar Ingi er sem stendur í 9. sæti og Henning Darri er í 26. sæti, enn eiga einhverjir eftir að klára sinn hring, hægt er að fylgjast með skori keppenda.
Skor hjá stúlkum er að finna hér.
Skor hjá strákum er að finna hér