Elva María Jónsdóttir, GK, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik 2022 í flokki 12 ára og yngri í stúlknaflokki. Úrslitin réðust í dag á Setbergsvelli í dag en leiknir voru þrír 9 holu hringir í þessum aldursflokki.
Elva María lék á 133 höggum eða 25 höggum yfir pari, (50-41-42). Hún var átta höggum á undan næsta keppenda. María Högnadóttir, GSE, varð önnur á 141 höggi (46-48-47), og Ragna Lára Ragnarsdóttir, GR, varð þriðja á 147 höggum (48-51-48).
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.
Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu.
