Auglýsing

Evrópumót í liðakeppni áhugakylfinga fór fram víðsvegar um Evrópu í síðustu viku. Karlalið Íslands keppti á Green Resort Hrubá Borša vellinum í Slóvakíu 12.-15. júlí. Þar léku 9 þjóðir í næstefstu deild og kepptu þar um þrjá laus sæti á EM á næsta ári.

Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og næstu þrjá daga þar á eftir var leikin holukeppni.

Í höggleikskeppninni töldu fimm bestu skorin hjá hverju liði í hverri umferð en sex leikmenn voru í hverju liði. Fjórar efstu þjóðirnar kepptu til undanúrslita um þrjú efstu sætin og þar með sæti í efstu deild að ári.

Í holukeppninni voru leiknir tveir fjórmenningar (foursomes) fyrir hádegi. Í fjórmenningskeppninni léku tveir leikmenn gegn tveimur öðrum leikmönnum – og hvort lið lék einum bolta. Eftir hádegi voru leiknir fimm tvímenningsleikir (singles) þar sem að einn leikmaður lék gegn öðrum leikmanni.

Alls tóku 9 þjóðir þátt á EM í Slóvakíu, næst efstu deild.

Lokastaðan:

1. Skotland
2. Portúgal
3. Austurríki
4. Tékkland
5. Tyrkland
6. Pólland
7. Slóvakía
8. Ungverjaland
9. Ísland

Eftirtaldir leikmenn skipuðu karlalið Íslands: 

  • Birgir Björn Magnússon, GK
  • Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
  • Hlynur Bergsson, GKG
  • Kristján Þór Einarsson, GM
  • Kristófer Karl Karlsson, GM
  • Kristófer Orri Þórðarson, GKG

Þjálfarar voru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Baldur Gunnbjörnsson var sjúkraþjálfari.

Nánari upplýsingar um karlamótið má nálgast hér:

4. keppnisdagur:

Ísland lék gegn Slóvakíu á fjórða keppnisdegi og þar hafði Slóvakía betur 3-2.
Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan.

3. keppnisdagur:

Ísland mætti liði Tyrklands í dag þar sem að Tyrkir höfðu betur 3-2.

Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan.

2. keppnisdagur:

Ísland endaði í 8. sæti í höggleikskeppninni á -13 samtals. Skotland, Portúgal, Tékkland og Austurríki leika til undanúrslita og eiga því möguleika á að komast upp í efstu deild.

Ísland leikur gegn Tyrklandi á þriðja keppnisdeginum í holukeppninni. Sigurliðið fær tækifæri til að bæta stöðu sína enn frekar en leikið er um sæti 5-9. í B-riðlinum þar sem að Ísland er.

Hér fyrir neðan eru skor íslensku leikmannanna.

1. keppnisdagur:

Ísland er í 6. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á -9 samtals. Skotar eru efstir á -22, Portúgal er í öðru sæti á -18 og Tékkar eru í þriðja á -15.



Kristján Þór Einarsson lék best allra í íslenska liðinu en hann lék á 66 höggum eða -6 samtals. Kristján Þór fékk fjóra fugla á fyrri 9 holunum og tvo fugla á síðari 9 holunum. Hann tapaði ekki höggi á hringnum og er jafn í öðru sæti, einu höggi frá efsta sætinu.
Dagbjartur Sigurbrandsson er jafn í 14. sæti á -3 en hann lék á 69 höggum. Dagbjartur fékk alls 6 fugla en hann fékk einnig þrjá skolla (+1).
Hlynur Bergsson er jafn í 29. sæti á -1 samtals. Hann lék á 71 höggi þar sem hann fékk tvo fugla og hann tapaði einu höggi á hringnum.
Birgir Björn Magnússon lék á pari vallar eða 72 höggum og er hann jafn í 34. sæti. Hann fékk einn örn (-2), einn fugl (-1) og þrjá skolla (+1).
Kristófer Karl Karlsson lék á 73 höggum eða +1. Hann fékk tvo fugla á hringnum og þrjá skolla.
Kristófer Orri Þórðarson lék einnig á 73 höggum eða +1. Hann fékk einn örn (-2), þrjá fugla (-1) en hann tapaði fimm höggum með fimm skollum (+1) á hringnum. Nafnarnir eru jafnir í 39. sæti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ